Land­spít­ala – Meðferðar­kjarn­i stækk­ar veru­lega

Heimild:

 

Nóvember 2017

Á síðasta fundi borg­ar­ráðs var samþykkt að aug­lýsa til­lögu um breyt­ingu á deili­skipu­lagi Nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Nær breyt­ing­in til húss sem kallað hef­ur verið Meðferðar­kjarn­inn.

Meðferðar­kjarn­inn verður stærsta bygg­ing­in á Land­spít­ala­lóðinni og þar verður hjarta starf­sem­inn­ar, m.a. með bráðamót­töku, skurðstof­um, gjör­gæslu og legu­deild­um. Bygg­ing­ar­magn meðferðar­kjarna í heild sinni verður óbreytt en breyt­ist milli áfanga, þ.e. eykst í fyrsta áfanga.

Sam­kvæmt gild­andi deili­skipu­lagi, sem samþykkt var í borg­ar­ráði í mars 2013, er stærð meðferðar­kjarn­ans alls 68.500 fer­metr­ar, þar af 58.000 fm í 1. áfanga. Síðari áfangi átti að verða 10.000 fm. Bygg­ing­in átti að verða 4-6 hæðir með inn­dregn­um tveim­ur efri hæðum.

Sam­kvæmt breyt­ingu sem nú hef­ur verið samþykkt verður fyrsti áfangi stærri en áður var áformað eða ríf­lega 66.000 fer­metr­ar. Bygg­ing­ar­magn síðari áfanga minnk­ar hins veg­ar í um það bil 2.500 fm.

Í grein­ar­gerð með deili­skipu­lags­breyt­ing­unni seg­ir að frek­ari hönn­un meðferðar­kjarn­ans hafi kallað á auk­inn sveigj­an­leika hvað snert­ir stærð bygg­ing­ar­reits og heild­ar­hæð bygg­ing­ar.

„Meðferðar­kjarni er stækkaður um allt að 6,3 metra til vest­urs, all­ar hæðir, en bygg­ing­ar­reit­ur síðari áfanga er minnkaður sem því mun­ar og bygg­ing­in lækkuð um eina hæð. Upp­broti húss­ins og inndragi er breytt, m.a. til að fjölga inn­görðum og brjóta upp bygg­ing­una í fleiri ein­ing­ar til að auka enn frek­ar dags­birtu, út­sýni og aðgengi að þak­görðum, s.s. sunn­an útig­arðs barna- og kvenna­deild­ar,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Svona hugsa arki­tekt­ar sér út­lit húss­ins. Torgið er nefnt Sól­eyj­ar­torg. Gamli spít­al­inn til hægri. Tölvu­teikn­ing/​Corp­us 3

Fleira áhugavert: