Rafknúinn sjálfkeyrandi sendibíl
Október 2017
Verslunarkeðjan Lidl í Svíþjóð stefnir að því að taka rafknúinn sjálfkeyrandi sendibíl í notkun í Halmstad næsta haust. Um er að ræða tilraunaverkefni og er ætlunin að bíllinn (sem kallast T-pod) flytji vörur um 4 km leið frá vöruhúsi Lidl út í verslanir bæjarins. Samið hefur verið við fyrirtækið Einride um hina tæknilegu hlið verkefnisins. Bíllinn mun einkum verða á ferðinni á næturnar, en leið hans liggur m.a. um tvö hringtorg, tvennar krossgötur og eina hægri beygju. Starfsmenn vöruhússins fylla á bílinn í lok dags og síðan tæma starfsmenn verslunar bílinn morguninn eftir. Bíllinn verður búinn kæli- og frystitækjum og tekur u.þ.b. 15 vörubretti í hverri ferð. Fyrst um sinn verður aðeins farin ein ferð á sólarhring. Sótt verður um rekstrarleyfi til Samgöngustofu Svíþjóðar (Transportstyrelsen) í nóvember 2017.
(Sjá frétt TransportNytt 25. október).