Hlaða geyma raf­bíla á ferð

Heimild:  

Júlí 2017

Image result for wireless charging from ContinentalVerk­fræðing­ar við Stan­for­d­há­skóla hafa þróað tækni sem gæti gert mögu­legt að hlaða raf­magns­bíla þráðlaust meðan á akstri stend­ur.

Nú þegar er þráðlaus hleðslu­tækni notuð t.d. til að hlaða farsíma sem lagðir eru á þar til gerð hleðslu­spjöld, en til að hleðsla eigi sér stað þurfa orkju­gjaf­inn og tækið sem tek­ur við hleðslu að vera mjög ná­lægt hvort öðru og ekki á hreyf­ingu.

Vís­inda­menn­irn­ir við Stan­ford hafa náð að smíða þráðlaust hleðslu­tæki sem virk­ar þó hlut­ur­inn sem tek­ur við hleðslunni sé á hreyf­ingu.

Sér­bú­inn Renault Kangoo raf­bíll hef­ur verið brúkaður til að sann­reyna franska tækni sem geng­ur út á að hlaða geyma raf­bíla á ferð.

Tækn­in er á al­gjöru byrj­un­arstigi og frum­gerðin ger­ir lítið meira en að senda eitt milli­vatt af orku þráðlaust yfir allt að eins metra vega­lengd, og knýja eina ljós­díóðu. Myndi þurfa tíu millj­ón­falt meiri hleðslu til að knýja raf­magns­bíl.

Myndi þráðlausa hleðslan vænt­an­lega vera út­færð þannig fyr­ir öku­tæki að kefli á botni raf­bíla tækju þráðlaust við orku úr kefl­um sem væri komið fyr­ir á eða und­ir yf­ir­borði veg­ar­ins. ai@mbl.is

Sér­bú­inn Renault Kangoo raf­bíll hef­ur verið brúkaður til að sann­reyna franska tækni sem geng­ur út á að hlaða geyma raf­bíla á ferð.

Fleira áhugavert: