Gosbrunnur á Lækjartorgi..
Október 2017
Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.
Af samráðsvefnum Betri Reykjavík kom upp hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg en hugmyndin var sett inn á vefinn í upphafi þessa árs eða þann 31. janúar 2017. Erindið var fimmta efsta hugmynd janúarmánaðar í flokknum skipulag á samráðsvefnum.
Engin viðbrögð hafa fengist frá umhverfis- og skipulagsstofnun Reykjavíkurborgar vegna hugmyndarinnar en í fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs segir að skrifstofa borgarhönnunar taki vel í hugmyndina enda hefur mikið verið rætt um endurkomu lækjarins í einhverju formi. Torgið er nú í heildarendurskoðun og er í henni gert ráð fyrir vatni í einhverju formi á torginu.