Al­gaennovati­on – Há­tækni þör­unga­rækt

Heimild:  

 

Október 2017

Hreint vatn, orka og aðgengi að kolt­ví­sýr­ingi er for­senda fram­leiðslunn­ar

Ísra­elskt sprota­fyr­ir­tæki á sviði líf­tækni, Al­gaennovati­on, í sam­vinnu við ís­lenska fjár­festa hyggst byggja hér og starf­rækja eitt af­kasta­mesta fram­leiðslu­fyr­ir­tæki í heimi á sviði smáþör­unga­rækt­ar.

Fyrstu árin mun áhersl­an verða á fram­leiðslu frum­fóðurs fyr­ir klak­stöðvar í fisk­eldi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Viðskipa­Mogg­an­um.

Íslensk­ir fjár­fest­ar hafa nú þegar lagt verk­efn­inu til 3,5 millj­ón­ir doll­ara í hluta­fé, jafn­v­irði tæp­lega 370 millj­óna króna, og unnið er að viðbótar­fjármögn­un fyr­ir allt að 3,5 millj­ón­um doll­ara fyr­ir fyrsta áfanga fram­kvæmda. Gert er ráð fyr­ir því að eft­ir fimm ár muni árs­tekj­ur verk­smiðjunn­ar verða um 70 millj­ón­ir doll­ara, sem sam­svar­ar um 7 millj­örðum króna. Í upp­hafi mun ár­leg fram­leiðsla hlaupa á tug­um tonna en á sjötta ári verður fram­leiðslan kom­in í 900 tonn, herma heim­ild­ir blaðsins. Arctica Fin­ance eru ráðgjaf­ar Al­gaennovati­on í fjár­mögn­un verk­efn­is­ins.

Hreint vatn, orka og aðgengi að kolt­ví­sýr­ingi er for­senda fram­leiðslunn­ar. mbl.is/​Brynj­ar Gauti

Fleira áhugavert: