Á klósettið með símann?

Heimild:  

 

Október 2017

Er sím­inn ómiss­andi á kló­sett­inu?

Sumt fólk veit fátt nota­legra en að skrolla í gegn­um Face­book og In­sta­gram á kló­sett­inu. Því miður er rík ástæða til þess að hætta þess­um áv­ana en sýkl­ar ber­ast út um allt með sím­an­um.

Fólk ætti að minnsta kosti að forðast að snerta sím­ann sinn á milli þess sem það klár­ar kló­sett­ferðina og þvær sér um hend­urn­ar. Sýkl­ar geta nefni­lega auðveld­lega farið á sím­ann sem ferj­ar síðan sýkl­ana út um allt.

Nú­tíma­mann­eskj­an fer hvergi án sím­ans og því geta kló­sett­sýkl­arn­ir til dæm­is dreift sér á skrif­borðið í vinn­unni, kvöld­mat­ar­borðið eða á barns­hend­ur.

Vís­indamaður­inn Paul Matewele seg­ir það mjög slæmt að snerta sím­ann eft­ir kló­sett­ferðir og fyr­ir handþvott enda leyn­ist mikið af sýkl­um á kló­sett­set­um, vask­in­um og kran­an­um.

Sumt fólk fer ekki á kló­settið án sím­ans. mbl.is/​Thinkstockp­hotos

Fleira áhugavert: