Á klósettið með símann?
Október 2017
Er síminn ómissandi á klósettinu?
Sumt fólk veit fátt notalegra en að skrolla í gegnum Facebook og Instagram á klósettinu. Því miður er rík ástæða til þess að hætta þessum ávana en sýklar berast út um allt með símanum.
Fólk ætti að minnsta kosti að forðast að snerta símann sinn á milli þess sem það klárar klósettferðina og þvær sér um hendurnar. Sýklar geta nefnilega auðveldlega farið á símann sem ferjar síðan sýklana út um allt.
Nútímamanneskjan fer hvergi án símans og því geta klósettsýklarnir til dæmis dreift sér á skrifborðið í vinnunni, kvöldmatarborðið eða á barnshendur.
Vísindamaðurinn Paul Matewele segir það mjög slæmt að snerta símann eftir klósettferðir og fyrir handþvott enda leynist mikið af sýklum á klósettsetum, vaskinum og krananum.