Akranes – Nýtt íþrótta­hús og sund­höll

Heimild:  

 

Október 2019

Starfs­hóp­ur um áfram­hald­andi upp­bygg­ingu íþróttaaðstöðu á Jaðars­bökk­um á Akra­nesi hef­ur kynnt hug­mynd­ir sín­ar.

Þar er gert ráð fyr­ir bygg­ingu nýs íþrótta­húss á milli Akra­nes­hall­ar­inn­ar og útisund­laug­ar­inn­ar og nýrri 8 brauta inn­isund­laug við hlið nú­ver­andi sund­laug­ar. Myndu þessi mann­virki mynda eina heild við íþrótta­leik­vang­inn.

Hug­mynd­irn­ar voru kynnt­ar í bæj­ar­ráði fyr­ir skömmu og var starfs­hópn­um falið að vinna áfram og skila áfanga­skýrslu fyr­ir 1. des­em­ber. Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi, seg­ir gert ráð fyr­ir að hóp­ur­inn skili end­an­leg­um til­lög­um á nýju ári. Kostnaður við upp­bygg­ingu sam­kvæmt til­lög­un­um yrði um 2,1 millj­arður króna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Hug­mynd­ir eru uppi um að byggja nýtt íþrótta­hús á milli útisund­laug­ar­inn­ar og Akra­nes­hall­ar­inn­ar. Sund­höll er teiknuð lengst til hægri. Teikn­ing/​ASK arki­tekt­ar

Aðalleikvangur Skagamanna og knattspyrnuhús eru á Jaðarsbökkum ásamt útisundlaug. Áhugi ...

Aðalleik­vang­ur Skaga­manna og knatt­spyrnu­hús eru á Jaðars­bökk­um ásamt útisund­laug. Áhugi er á að byggja frek­ar upp á svæðinu. Teikn­ing/​ASK arki­tekt­ar

Fleira áhugavert: