Fljótsdalsstöð – Aflmesta raforkustöð landsins..

Heimild:  

 

Febrúar 2015

Kílómeter inni í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal er Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar. Þarna inni í fjallinu eru á hverri sekúndu framleidd tæp 600 megavött af raforku sem knýr áfram álver Alcoa í Reyðarfirði. Vatnið í Fljótsdalsstöð kemur um langan veg og úr ýmsum áttum. Fimm meginstíflur safna vatninu upp í fjögur lón og er Hálslón þeirra lang stærst. Vatnið er leitt niður í Fljótsdal með jarðgöngum sem samtals eru um 72 kílómetrar að lengd. Vatnið fellur svo lóðrétt um 420 metra há fallgöng inn í stöðina, þar sem það er nýtt til að búa til raforku. Á annan tug starfsmanna er í Fljótsdalsstöð og þeir fylgjast með að allt sé í lagi. Það er í ýmsu að snúast, enda flókinn búnaður sem knýr áfram þessa aflmestu raforkustöð landsins.

Fleira áhugavert: