Eru plastagnir í íslensku neysluvatni?

Heimild:  

 

September 2017

Plastflöskur fljóta eftir Makelele ánni í Kinshasa.

Plast­flösk­ur fljóta eft­ir Makelele ánni í Kins­hasa. AFP

Plastagn­ir finn­ast í neyslu­vatni ríkja víða um heim og hafa vís­inda­menn nú hvatt til rann­sókna á áhrif­um þessa á heilsu manna. Sam­kvæmt rann­sókn sem greint er frá á vef Guar­di­an neyta nú millj­arðar manna vatns sem inni­held­ur plastagn­ir, enda greind­ust þær í 83% þeirra vatns­prufa sem tekn­ar voru til efna­grein­ing­ar.

Orb Media lét gera rann­sókn á neyslu­vatni á ann­ars tugs ríkja í Evr­ópu, Norður- og Suður-Am­er­íku, Asíu og Afr­íku. Vatnið var efna­greint af vís­inda­mönn­um og í 83% pró­sent­um til­vika reynd­ist það inni­halda plastagn­ir.

Meng­un­in reynd­ist mest í Banda­ríkj­un­um, en þar greind­ust plastagn­ir í neyslu­vatni í 94,4% til­vika. Pruf­urn­ar voru m.a. tekn­ar í banda­ríska þing­hús­inu, húsa­kynn­um banda­rísku um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar og í Trump-turn­in­um í New York.

Líb­anon og Ind­land fylgdu í kjöl­farið og fannst plast þar í 93,8% til­fella ann­ars veg­ar og 82,4% hins veg­ar.

Mest magn plast­trefja í vatn­inu í Banda­ríkj­un­um

Hjá þeim Evr­ópuþjóðum sem komu hvað best út – Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi – greind­ust plastagn­ir engu að síður í 72% til­fella. Hlut­fall plast­trefja í 500 ml af vatni var hæst  í Banda­ríkj­un­um 4,8 og lægst í Evr­ópu þar sem það var 1,9.

Guar­di­an seg­ir rann­sókn­ina sýna fram á hversu víða plastagn­ir sé að finna í um­hverf­inu. Fyrri rann­sókn­ir hafa aðallega beinst að magni plastagna í haf­inu, sem hef­ur gefið til kynna að við inn­byrðum plastagn­ir með neyslu okk­ar á sjáv­ar­fangi.

Maður leitar í ruslahaug í bænum Ngong í Kenía. Plastið ...

Maður leit­ar í ruslahaug í bæn­um Ngong í Ken­ía. Plastið meng­ar þó víðar en þar og hafa plastagn­ir fund­ist í neyslu­vatni víða um heim. AFP

„Við höf­um nægt gagna­magn eft­ir rann­sókn­ir á dýra­lífi og áhrif­un­um sem það [plastið] hef­ur á það til að hafa áhyggj­ur,“ hef­ur Guar­di­an eft­ir dr. Sherri Ma­son, sér­fræðingi í plastögn­um við State Uni­versity of New York í Fredonia sem fór fyr­ir rann­sókn­inni. „Ef það hef­ur áhrif [á dýra­lífið], hvernig dett­ur okk­ur þá í hug að það muni ekki líka hafa áhrif á okk­ur?“

Minni rann­sókn, sem gerð var á Írlandi og birt í júní, sýndi einnig fram á plastagn­ir í krana­vatni og pruf­um sem tekn­ar voru úr neyslu­vatns­brunn­um þar í landi. „Við vit­um ekki hver áhrif­in [á heils­una] eru, en af þeim sök­um ætt­um við að gæta varúðar og setja kraft í það strax að kom­ast að því hver hin raun­veru­lega hætta er,“ seg­ir dr. Anne Marie Mahon við Galway-Mayo Institu­te of Technology, sem stýrði írsku rann­sókn­inni.

Plastagn­ir og sýkl­arn­ir sem þær hýsa áhyggju­efni

Að sögn Mahon er það einkum tvennt sem ástæða er til að hafa áhyggj­ur af: mjög smá­ar plastagn­ir og svo efni eða sýkl­ar sem plastagn­irn­ar geta hýst. „Ef plast­trefjarn­ar eru þarna, þá er mögu­legt að þar séu einnig ör­smá­ar nanóagn­ir sem við náum ekki að greina,“ sagði hún.

„Þegar þær eru komn­ar í nanó­metra­stærð geta þær náð að smjúga inn í frum­ur lík­am­ans, sem þýðir að þær kom­ast inn í líf­fær­in og það er áhyggju­efni.“ Rann­sókn Orb náði að mæla plastagn­ir sem eru um 2,5 míkron að stærð – sem er 2.500 sinn­um stærra en nanó­metr­inn.

Plastagn­ir geta líka laðað að bakt­erí­ur sem finn­ast í skolpi að sögn Mahons. Þá er einnig þekkt að þær geta inni­haldið og dregið í sig eitruð efni og rann­sókn­ir á dýra­lífi hafa sýnt að þær losa síðan þessi efni út í lík­ama dýr­anna.

Plastið fannst í 24 bjór­teg­und­um

Bend­ir Guar­di­an á að rann­sókn pró­fess­ors Rich­ard Thomp­son við Plymouth Uni­versity í Bretlandi hafi sýnt fram á að plastagn­ir hafi fund­ist í þriðjungi þess fiskafla sem veidd­ur er þar í landi.

Þá hef­ur þýsk rann­sókn sýnt fram á að plast­trefjar og agn­ir hafi fund­ist í bjór, en all­ar 24 teg­und­irn­ar sem rann­sókn­in tók til reynd­ust inni­halda plast og þá hafa plastagn­ir einnig fund­ist í hun­angi og sykri.

Fleira áhugavert: