Mannvirkjastofnun – Ársskýrlsa 2015

Heimild: Mannvirkjastofnun2

Júlí 2016

mannvirkjastofnun

 

Ársskýrsla Mannvirkjastofnunar fyrir árið 2015 er komin út og er hún aðgengileg hér á vefnum. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um hlutverk og starfsemi stofnunarinnar, auk þess sem ársreikningur ársins 2015 er birtur í henni.

Í inngangi Björns Karlssonar, forstjóra Mannvirkjastofnunar, kemur meðal annars fram að helstu verkefni stofnunarinnar um þessar mundir lúti að einföldun stjórnsýslu með það að markmiði að opinbert eftirlit verði fyrirsjáanlegra og gegnsærra en áður. Unnið er að því að eftirlitskerfið þróist allt meira í átt að eigin eftirliti og umfang opinbers eftirlits geti minnkað og einfaldast verulega þegar fram í sækir.

Björn segir einnig að mikilvægur hlekkur í því að tryggja virkni og eðlilega þróun eftirlitskerfisins sé að nýtt verði sú gríðarlega mikla þróun sem orðið hefur í upplýsinga- og samskiptatækni. Unnið hafi verið ötullega að því á undanförnum árum að þróa rafrænar gáttir þar sem öll samskipti eftirlitsaðila og hagsmunaaðila eru skráð og unnt sé að rekja ferli og stöðu hvers máls fyrir sig í rauntíma. „Með slíkum verkfærum opnast tækifæri til að einfalda regluverkið mjög. Hér er um að ræða eitt allra mikilvægasta verkefni Mannvirkjastofnunar nú um stundir og tengist það öllum fagsviðum stofnunarinnar,“ segir Björn í inngangi.

Í skýrslunni er fjallað um margvísleg verkefni fagsviða stofnunarinnar og birt áhugaverð tölfræði sem að þeim snýr, meðal annars um tjón vegna eldsvoða á síðasta ári og úttektir sem gerðar hafa verið á slökkviliðum landsins á undanförnum árum. Þá er að finna í skýrslunni samantekt á ensku um hlutverk og verkefni Mannvirkjastofnunar.

Fleira áhugavert: