Nýr Laugardagsvöllur

Heimild:  

 

Júní 2017

Laugardalsvöllur í núverandi mynd.Ákvörðun um það hvaða leið verður far­in við stækk­un Laug­ar­dalsvall­ar verður að öll­um lík­ind­um tek­in í haust. Nokkr­ar hug­mynd­ir hafa verið kynnt­ar fyr­ir hags­munaaðilum sem meta nú hvaða leið verður far­in.

Pét­ur Marteins­son hjá Borg­ar­brag, sem kem­ur að verk­efn­inu ásamt þýska fyr­ir­tæk­inu Lag­ar­dére Sport, seg­ir í sam­tali við mbl.is að um sé að ræða val á milli þriggja sviðsmynda.

Í fyrsta lagi upp­gerðs leik­vangs eins og hann er í dag, í öðru lagi nú­tíma­legri knatt­spyrnu­vall­ar og í þriðja lagi fjöl­nota íþrótta­vall­ar.

Bor­inn verði sam­an kostnaður með til­liti til rekst­urs og tekna og svo sé það í hönd­um hags­munaaðila að taka ákvörðun um hvaða leið verði far­in. Helstu hags­munaaðilar verk­efn­is­ins eru KSÍ, Reykja­vík­ur­borg sem eig­andi vall­ar­ins og ríkið þar sem um þjóðarleik­vang er að ræða.

Pét­ur seg­ir alla aðila vera til­búna að skoða málið gaum­gæfi­lega. „Það vita all­ir að staðan í dag er ekki ásætt­an­leg og tím­inn vinn­ur ekki endi­lega með okk­ur,“ seg­ir hann og bend­ir á breyt­ingu á leikja­fyr­ir­komu­lagi lands­leikja í Evr­ópu þannig að leik­irn­ir fari fram í mars og nóv­em­ber. „Við erum ekki með lög­lega velli í það eins og stend­ur. Það þarf því að taka ákvörðun sem fyrst.“

Auk þess sé gríðarleg­ur áhugi á bæði kvenna- og karlaknatt­spyrnu hér á landi, sem kalli á bætt­ar aðstæður.

Svona gæti nýr Laug­ar­dalsvöll­ur litið út. Teikn­ing/​Bj. Snæ arki­tekt­ar

Fleira áhugavert: