Vindmyllur Þykkvibær – Eldur í mótorhúsi

Heimild:   

 

Júlí 2017

Vindmylla brennur í Þykkvabæ

Kviknað hef­ur í vind­myllu fyr­ir­tæk­is­ins Bi­oKraft í Þykkvabæ. Mik­inn reyk má sjá stíga upp úr vind­myll­unni.

Þykkvabær er á svæði Bruna­varna Rangár­valla­sýslu var að störf­um við vind­myll­una en að sögn slökkviliðsstjóra hjá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu er körfu­bíll á leiðinni frá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu á leiðinni.

Myll­urn­ar eru dansk­ar, af teg­und­inni Vestas. Þeir eru fest­ir á 53 metra háa turna. Það þýðir að í hæstu stöðu er hvor mylla liðlega 70 metra há, eða jafn­há Hall­gríms­kirkju. Myll­urn­ar stóðu áður úti í Þýskalandi en voru tekn­ar niður til að rýma fyr­ir öðrum stærri.

Bjarn­veig Björk Birk­is­dótt­ir var meðal fyrstu á vett­vang. Hún seg­ir þetta allt hafa gerst mjög hratt, en núna sé eld­ur­inn orðinn minni en hann var í fyrstu. „Slökkviliðið er á leiðinni, en ég veit svosem ekki hvað þeir geta gert,“ seg­ir Bjarn­veig en hún varð vitni að því þegar hluti úr vind­myll­unni féll í jörðina vegna brun­ans.

„Það eru smá glæður í henni ennþá en það mesta er búið,“ seg­ir Leif­ur Bjarki Björns­son, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Rangár­valla­sýslu, í sam­tali við mbl.is. Ekki er vitað að svo stöddu hvað olli eld­in­um að sögn Leifs.

„Það er eig­in­lega óhjá­kvæmi­legt að slökkva í þessu nema ut­an­frá og við erum enn að bíða eft­ir körfu­bíl frá Sel­fossi,“ seg­ir Leif­ur.

Eld­ur­inn log­ar uppi í vind­myll­unni en líkt og sjá má á meðfylgj­andi mynd­skeiði var einnig reyk­ur fyr­ir neðan myll­una. Að sögn Leifs er þar um að ræða brask sem hef­ur fallið niður úr myll­unni.

Mikinn reyk lagði frá vindmyllunni.
Kviknað hefur í vindmyllu fyrirtækisins BioKraft í Þykkvabæ. Mikinn reyk ...

Fleira áhugavert: