Hótelkóti – Lands­bank­inn Aust­ur­stræti verður ekki hót­el

Heimild:  mbl

 

Tengd myndMaí 2017

Hús­næði höfuðstöðva Lands­bank­ans við Aust­ur­stræti verður ekki breytt í hót­el þegar bank­inn flyt­ur í nýj­ar höfuðstöðvar sín­ar við Aust­ur­höfn. Þetta seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, í sam­tali við mbl.is. „Borg­in er búin að setja hót­el­kvóta á alla Kvos­ina þannig að það er búið að girða fyr­ir það að þarna verði hót­el,“ seg­ir Dag­ur.

Hann hef­ur ekki heyrt af ráðlegg­ing­um bank­ans með hús­næðið en það er mik­il­vægt að standa vel að því hvað kem­ur þar í staðinn.

Bankaráð Lands­bank­ans til­kynnti í vik­unni ákvörðun sína um að byggja hús­næði fyr­ir starf­semi bank­ans við Aust­ur­höfn í Reykja­vík. Bank­inn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flat­ar­máli húss­ins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýt­ast fyr­ir versl­un og aðra þjón­ustu.

Dag­ur fagn­ar áætl­un­um bank­ans á Aust­ur­höfn. „Það er einnig mik­il­vægt að eyða óviss­unni varðandi hol­una við Hörpu og þau áform. Svo er líka já­kvætt að bank­inn telji sig þurfa færri fer­metra og þá verður meira eft­ir fyr­ir versl­an­ir og veit­ingastaði á jarðhæð og jafn­vel ann­arri hæð.“

 

Fleira áhugavert: