Séð yfir Vestmannaeyjahöfn. Nýja frystigeymslan er austast á Eiðinu, hægra megin, næst Heimakletti.STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. Meðal annars reisir Vinnslustöðin frystigeymslu sem verður langstærsta hús Eyja. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fjárfestingar tveggja stærstu fyrirtækjanna og rætt við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf.
Glöggir menn telja að aldrei hafi verið fjárfest jafn mikið í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og um þessar mundir. Ný vinnsluhús spretta upp, ný fiskiskip koma og nú er að rísa stærsta hús sem menn hafa séð í Eyjum, fyrr og síðar.
Þetta er frystigeymsla Vinnslustöðvarinnar, sem rís á Eiðinu, fjögurþúsund fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há. Verið var að steypa gólfin þegar framkvæmdastjórinn sýndi okkur húsið og við fengum þá tilfinningu að það væri svo stórt að þar mætti koma fyrir ágætis knattspyrnuvöllum.
Séð inn í eina álmu nýju frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Myndaniðurstaða(samkeppni) fyrir frystigeymsla Vinnslustöðvarinnar