Er bygg­inga­geir­inn svarti sauður­inn?

Heimild:  

 

Júní 2017

Með laga­breyt­ing­um á staðgreiðslu­lög­um vorið 2013 og í lög­um um virðis­auka­skatt 2014 fékk rík­is­skatt­stjóri (RSK) úrræði í hend­ur til þess að knýja fram úr­bæt­ur á grund­velli lok­un­ar­heim­ilda, þegar svört at­vinnu­starf­semi á í hlut.

Myndaniðurstaða fyrir skatturinn logoÍ júní­hefti Tí­und­ar, frétta­rits RSK, er fjallað um til­tölu­lega nýja teg­und skatta­eft­ir­lits embætt­is­ins, vett­vangs­eft­ir­lit RSK, sem hef­ur verið í stöðugri þróun frá 2009 og var stór­eflt í árs­byrj­un 2016, þegar eft­ir­lits­mönn­um á vett­vangi var fjölgað úr þrem­ur í sjö. Þar kem­ur fram að til­mæli rík­is­skatt­stjóra dugi í flest­um til­vik­um til að knýja fram úr­bæt­ur áður en til stöðvun­ar at­vinnu­rekstr­ar kem­ur. Á ár­inu 2016 fengu 309 aðilar skrif­leg fyrstu til­mæli frá rík­is­skatt­stjóra, 84 fengu önn­ur til­mæli og starf­semi var stöðvuð í 22 skipti, eða í 7% þeirra til­vika sem fengu fyrstu til­mæli.

„Vett­vangs­eft­ir­lit gegn­ir grund­vall­ar­hlut­verki í að upp­götva frá­vik í rekstri sem ekki koma fram við hefðbundið skatteft­ir­lit, þ.e. frá­vik sem eru oft­ar en ekki birt­ing­ar­mynd þess sem í dag­legu tali er kallað svört at­vinnu­starf­semi eins og óskráð starf­semi, óupp­gef­in laun, sala án reikn­inga, van­skil á staðgreiðslu og virðis­auka­skatti,“ seg­ir m.a. í grein­inni í Tí­und.

Þar kem­ur fram að eft­ir­lits­full­trú­ar RSK fram­kvæma eft­ir­litið í tveggja manna teym­um og þeir til­kynna aldrei fyr­ir fram um eft­ir­lits­heim­sókn­ir sín­ar.

Verkamaður að störfum.

Verkamaður að störf­um. mbl.is/Ó​mar

Fleira áhugavert: