Alliance reitur – Íbúðir og hótel
Janúar 2017
Hugmyndir eru uppi um nýbyggingar við hið sögufræga Alliance-hús úti á Granda. Þar er meðal annars áformað að verði íbúðir og hótel með 81 herbergi. Byggingarnar verða alls 5.743 fermetrar að flatarmáli.
Í kynningu sem var lögð fram hjá umhverfis og skipulagsráði Reykjavíkur kemur fram að byggingunum er ætlað að mynda randbyggð sem rammar inn skjólgott útisvæði.
Reykjavíkurborg er núverandi eigandi Grandagarðs 2 (Alliance-hússins) og ganga áætlanir borgarinnar út á að selja húsið ásamt byggingarrétti. Ef af framkvæmdum verður þarf að færa götuna Grandagarð í norðurátt. Verkfræðistofa vinnur að því að taka út umferðarmálin á svæðinu.