Hugmyndasamkeppni – Framtíðar uppbyggingu Kringlusvæðsins
Maí 2017
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að eitt megin markmiðið sé að sýna lausnir á því hvernig Kringlan og svæðið þar í kring geti vaxið og dafnað bæði með tilliti til verslunar, þjónustu og búsetu. Þá sé lagt upp með að landnotkun verði fjölbreyttari og að úr verði aðlaðandi borgarumhverfi, eftirsóknarvert til búsetu og starfa jafnframt því að meiri samfella verði milli verslunarmiðstöðvarinnar og nýrrar byggðar.
Í samkeppnislýsingunni segir að umnokkurt skeið hafi verið áform um að þróa byggð á Kringlusvæðinu og taka upp þráðinn frá því að verslunarmiðstöðin Kringlan var stækkuð og sameinuð Borgarkringlunni fyrir síðustu aldamót, en það voru síðustu stórframkvæmdirnar á svæðinu. Frumkvæðið hafi komið frá Reitum sem séu stærsti einstakil handhafi fasteigna og lóða á svæðinu.
Samkvæmt nýju svæðsskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið er gert ráð fyrir því að íbúðum á svæðinu verði fjölgað og byggð þétt nærri nýju almannasamgangnakerfi sem felst í borgarlínunni og mun liggja um Kringlusvæðið.
Þá eru í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 hugmyndir um að breyta sumum af götum borgarinnar í svokallaðar borgargötur. Með því er átt við götur sem verða endurhannaðar með tillitil til þess að bæta götumyndina og gera öllum ferðamátum jafnhátt undir höfði. Í skipulaginu eru Listabraut og hluti Kringlumýrabrautar, sá hluti sem er milli Listabrautar og Hamrahlíðar, skilgreindar sem borgargötur.
Aukin áhersla á gangandi og hjólandi
Í lýsingunni segir ennfremur að sérkenni svæðisins felist fyrst og síðast í þeim stórbyggingum sem þar séu. Umhverfið sé svo gott sem algerlega manngert og beri sterklega með sér að vera skipulagt með aðgreiningu vegfarenda í huga, milli akandi og þeirra sem ganga eða hjóla. Svæðið beri þess sterkt merki að hafa byggst upp þegar umferð var aðskilin eins og kostur var. Það er eitt fyrsta sérhæfða verslunar- og þjónustusvæðið sem skipulagt var utan við miðborg Reykjavíkur og var í raun hugsað sem nýr miðbær. Það var umkringt annarri byggði og umferðaræðum sem höfðu byggst upp áratugina á undan og voru hannaðar með það að markmiðið að flytja mikla umferð úr úthverfunum og niður í miðbæ með rúmgóðum bensínstöðvum sitt hvorum megin brautar, breiðum veghelgunarsvæðum og mislægum gatnamótum.
Lögð skal áhersla á að byggðin á Kringlusvæðinu verði til að ýta undir það að fólk kjósi í ríkari mæli að heimsækja svæðið með öðrum leiðum en í einkabíl og að það verði mikilvægur hlekkur í kerfi almannasamgangna.
Bent er á að nú standi Kringlan frammi fyrir nýjum áskorunum og harðari samkeppni frá stórum verslunarmiðstöðvum auk þess sem miðbær Reykjavíkur gangi í gegnum endurnýjun lífdaga.
Tillögum skal skila í síðsta lagi þann 11. september og gert er ráð fyrir að dómnefnd ljúki störfum 2. október.