Borg­ar­lín­an – Kostnaður 63-70 millj­arðar

Heimild:  

 

Maí 2017

Kostnaður við upp­bygg­ingu borg­ar­línu á höfuðborg­ar­svæðinu mun nema 63-70 millj­örðum króna, en áætlað er að byggja kerfið upp í áföng­um. End­an­leg­ar til­lög­ur um legu lín­unn­ar eiga að liggja fyr­ir síðsum­ars í ár og und­ir­bún­ing­ur fyrsta áfanga að ljúka í byrj­un árs 2018. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu, en síðar í dag verður kynn­ing­ar­fund­ur um fyr­ir­hugaða legu lín­unn­ar.

Áætlað er að borg­ar­lín­an verði allt að 57 kíló­metr­ar að lengd með 13 kjarna­stöðvum þar sem áætlað er að auk­in upp­bygg­ing hús­næðis verði sam­hliða.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að sam­kvæmt mann­fjölda­spá geti íbú­um á höfuðborg­ar­svæðinu fjölgað um 70 þúsund á næstu 25 árum og með aukn­um ferðamanna­straumi geti það að óbreyttu aukið ferðatíma fólks um allt að 65% og um­ferðataf­ir um rúm­lega 80%. Það sé því mark­mið sveit­ar­fé­lag­anna með borg­ar­línu að auka vægi al­menn­ings­sam­gangna til að vega á móti þeirri þróun.

 

Fyrstu tillögur um Borgarlínu.

Fyrstu tillögur um Borgarlínu – Mynd/​Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu

Í apríl á þessu ári sendu sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu bréf til fjár­laga­nefnd­ar þar sem óskað var eft­ir þátt­töku rík­is­ins í kostnaði við upp­bygg­ingu borg­ar­línu. Kom þar meðal ann­ars fram að áætlaður heild­ar­kostnaður við borg­ar­lín­una væri um 55 millj­arðar (með vik­mörk­um á bil­inu 44-72 millj­arðar). Þá var gert ráð fyr­ir að kostnaður vegna hönn­un­ar og nauðsyn­legs rekstr­ar­legs og tækni­legs und­ir­bún­ings fyr­ir verk­leg­ar fram­kvæmd­ir verði um 1,5 millj­arður króna á ár­un­um 2017 – 2018.

Sam­kvæmt skýrslu VSÓ ráðgjaf­ar vegna breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur fyr­ir árin 2010-2030 um af­mörk­un sam­göngu- og þró­un­ar­áss kem­ur fram að í upp­hafi sé gert ráð fyr­ir upp­bygg­ing hraðvagna­kerf­is, en ef þétt­ing um­hverf­is borg­ar­lín­una og auk­in notk­un sam­göngu­kerf­is­ins auk­ist geti skap­ast for­send­ur fyr­ir létt­lest­ar­kerfi. Til að ná þeim mark­miðum þurfi al­menn­ings­sam­göng­ur að ná 12% hlut­deild í sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Því sé hægt að ná með því að stækka hóp mögu­legra farþega, m.a. með því að þétta byggð um­hverf­is borg­ar­lín­una.

 

Hugmyndir um hvernig borgarlínan yrði við Fífuhvammsveg.

Hugmyndir um hvernig borgarlínan yrði við Fífuhvammsveg

Fyr­ir­sjá­an­leg­ar eru mikl­ar tækni­fram­far­ir í tengsl­um við farþega­flutn­inga á kom­andi árum, meðal ann­ars með til­komu raf­bíla og sjálf­keyr­andi búnaðar í þeim. Í til­kynn­ingu sam­tak­anna núna seg­ir að ein helsta áskor­un borg­ar­um­hverf­is framtíðar sé pláss­leysi og sök­um þess munu tækni­fram­far­ir í formi sjálf­keyr­andi bíla aldrei geta leyst af hólmi af­kasta­mikl­ar al­menn­ings­sam­göng­ur.

Áætlað er að vagn­ar borg­ar­lín­unn­ar verði raf­knún­ir og muni ferðast í sérrými og fái for­gang á um­ferðarljós­um. Gert er ráð fyr­ir að ferðatíðni verði á milli 5-7 mín­út­ur á anna­tím­um og verða byggðar yf­ir­byggðar biðstöðvar með farmiðasölu og upp­lýs­inga­skilt­um í raun­tíma.

Fleira áhugavert: