Frakkastígsreitur – 66 litlar og meðalstórar íbúðir

Heimild:  

 

Mars 2017

Á svokölluðum Frakkastígsreit rísa nú nýjar byggingar en þar er verið að byggja 66 íbúðir og er rúmlega helmingurinn litlar tveggja herbergja íbúðir. Á Frakkastígsreit eru í byggingu 66 litlar og meðalstórar íbúðir sem munu tengjast skjólgóðum, lokuðum garði. Á götuhæðum bygginganna sem snúa að Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu verða verslanir, veitingahús og fjölbreytt þjónusta.

Alls verða 35 tveggja herbergja, litlar íbúðir á reitnum, 55 – 60 fermetrar að stærð. Tvær 80 fermetra tveggja herbergja íbúðir verða einnig ár reitnum, 20 þriggja herbergja 100 fermetra íbúðir, fimm fjögurra herbergja íbúðir, 125 – 145 fermetrar að stærð og tvær penthouse íbúðir sem verða 130 – 165 fermetrar. Verkið er vel á veg komið en Blómaþing ehf, sem er framkvæmdaraðili á reitnum,reiknar með að ljúka uppbyggingunni um næstu áramót. Uppbyggingin er hluti af viðamiklum skipulagsbreytingum og endurgerð reita á milli Laugavegar og Hverfisgötu en þar standa nú yfir miklar framkvæmdir.

Vel hefur viðrað til byggingaframkvæmda í vetur enda hefur tíð verið einmuna góð.

Byggingarnar á Frakkastígsreit hafa risið nokkuð hratt en verklok eru áætluð um næstu áramót.

Fleira áhugavert: