Er vindorka áhugaverðari en bankinn áætlar?

Heimild:  Ketill Sigurjónsson

 

Apríl 2017

Um mitt ár 2016 kom út ítar­leg skýrsla unn­in af Kviku banka um kostn­aðar- og ábata­grein­ingu vegna raf­orku­­strengs milli Íslands og Bret­lands. Þetta er um margt mjög vel unn­in og fróð­leg skýrsla. En því mið­ur gefur skýrsl­an skakkt mat á því hversu mikil vind­orka er lík­leg til að verða virkj­uð á Íslandi á kom­andi árum og ára­tug­um. Þar er byggt á röng­um eða í besta falli óná­kvæm­um forsendum og fyrir vik­ið gefur niður­staða ban­kans um orku­öflun hér á landi til fram­tíðar fremur óraun­sæja mynd af lík­legri þróun orku­geir­ans. Nýt­ing vind­orku á Íslandi er m.ö.o. mun áhuga­verð­ari kost­ur en skýrsla Kviku banka gef­ur til kynna.

Yfirborðskennd umfjöllun Kviku banka um vindorku

Umrædd skýrsla Kviku banka hef­ur að geyma mik­ið magn upp­lýs­inga og varla til önn­ur dæmi um jafn ítar­lega um­fjöllun um kostn­að við raf­orku­öflun á Íslandi. Sem gerir skýrsl­una afar áhuga­verða og merki­legt innlegg bæði í um­ræðu um mögu­leg­an sæ­streng og um upp­bygg­ingu nýrra virkj­ana.

Það er engu að síður svo að mið­að við það hversu ítar­leg skýrsl­an er, vek­ur það nokkra furðu hversu um­fjöll­un skýrslu­höf­unda um vind­orku er yfir­borðs­kennd. Sú um­fjöll­un er að mestu tak­mörk­uð við einn stutt­an kafla með fá­ein­um skýr­ing­ar­mynd­um/gröf­um sem eru nán­ast vand­ræða­lega almenns eðl­is og þýðinga­lítil (kafli 15.3.3). Skýrsl­una í heild má nálg­ast á vef atvinnu­vega- og nýsköp­unar­ráðu­neytsins, svo og á vef Kviku banka.

Engin vindorka án sæstrengs?

Í ljósi fábrot­innar um­fjöll­un­ar skýrsl­unn­ar um vind­orku kemur kannski ekki á óvart að niður­staða skýrslu­höf­unda um mögu­leika í virk­jun vind­orku á Íslandi er hvorki skyn­sam­leg né raun­sæ. Í stuttu máli þá ger­ir Kvika banki ráð fyrir því að ef ekki kem­ur til lagn­ing­ar sæ­strengs (rafstrengs) milli Íslands og Evrópu, sé ólík­legt að vind­orka verði virkj­uð hér á landi. Sbr. mið­sviðs­mynd skýrslu­höf­unda, sem sjá má á graf­inu hér að neð­an (graf­ið er úr enskri kynn­ingu Kviku banka á skýrslu­nni).

Skýring­in á þessu einkenni­lega mati Kviku banka á tæki­fær­um í vind­orku, virð­ist fyrst og fremst vera sú að vind­orka sé álit­in of dýr til að vera áhuga­verð hér nema til lagn­ing­ar sæ­strengs komi (sæ­streng­ur­inn skap­ar rétti­lega mögu­leika á að fá hærra verð fyrir raf­ork­una en ella). Þetta mat Kviku banka er byggt á veikum forsend­um, eins og lýst er í þessari grein.

Lykilatriðið er að höf­und­ar að skýrslu Kviku banka beittu skakkri aðferða­fræði við mat á kostn­aði vind­orku í sam­an­burði við kostn­að nýrra hefð­bund­inna virkj­ana og van­mátu þar með tæki­færin sem í vind­orkunni fel­ast. Þetta kem­ur nokkuð á óvart, enda naut Kvika banki ráð­gjafar frá ráð­gjafa- og grein­ingar­fyrir­tæk­inu Pöyry. Sem er „eitt virt­asta ráð­gjafa­fyrirt­æki á sviði orku­mála í Evrópu“, eins og segir á vef Kviku banka.

Kostnaður vindorku liggur á mjög breiðu bili

Helsta ástæða þess að Kvika banki van­mat tæki­færin í vind­orku er sú að bank­inn setti eina fasta kostn­aðar­tölu á alla virkj­an­lega vind­orku upp að 6 TWst, sbr. graf­ið hér að neðan (rauðu hringj­un­um er bætt við hér til áherslu­auka). Sú fasta kostn­að­ar­tala var rétt yfir 50 EUR/MWst. Sá kostn­aður er vissu­lega hærri en kostn­að­ur almennt við nýj­ar vatnsafls- og jarð­varma­virkj­anir á Íslandi. En þessi aðferða­fræði Kviku banka geng­ur samt ekki upp í þessu sam­hengi.

Þarna hefði vindorkan átt að fá sams­konar um­fjöll­un eins og beitt var um virkj­un­ar­kosti í vatns­afli og jarð­varma. Þar sem hver virkj­un­ar­kost­ur var kostn­að­ar­met­inn og þeim svo rað­að þann­ig að ódýr­ustu virkj­un­ar­kost­irn­ir væru lík­leg­ir til að verða virkj­aðir fyrst og svo koll af kolli. Sbr. brúna lín­an á graf­inu sem lýs­ir mið­gildi kostn­að­ar.

Það hefði sem sagt verið eðli­legt að kostn­að­ar­meta vind­orku með svip­uð­um hætti, þ.e. gera ráð fyrir að hluti henn­ar væri und­ir meðal­kostn­aði (og hluti henn­ar yfir meðal­kostn­aði). Rétt eins bæði IRENA og Lazard gera við mat á kostn­að vind­orku, en kostn­að­ur vind­orku er jú mjög breyti­leg­ur; ekki síst vegna mis­mun­andi vind­aðstæðna á hverj­um stað.

Þetta kem­ur t.a.m. skýrt fram á graf­inu hér til hlið­ar, sem er úr nýj­ustu skýrslu Lazard um kostn­að við raf­orku­fram­leiðslu (sú skýrsla er frá des­ember 2016). Eins og sjá má er kostn­að­ur banda­rískra vind­orku­verk­efna, skv. Lazard, á mjög breiðu bili. Og fer allt niður í 32 USD/MWst, sem í dag jafn­gildir u.þ.b. 30 EUR (athuga ber að sá kostn­aður er án tengi­kostn­aðar við flutn­ings­net og því eðli­legt að við­mið­un Kviku um lág­marks­kostn­að hefði ver­ið u.þ.b. 20% hærri tala).

Þetta er sú aðferða­fræði sem mað­ur sakn­ar úr skýrslu Kviku banka, þ.e. að taka til­lit til þess að lík­lega má virkja um­tals­verða vind­orku hér á landi á verði sem er langt undir þeirri föstu tölu sem ban­kinn not­aðist við í skýrslu sinni. Þann­ig hefði fengist miklu skýr­ari mynd af hag­kvæmni vind­orku, frem­ur en það að setja eina fasta kostn­að­ar­tölu á 6 TWst vind­orku­fram­leiðslu líkt og Kvika banki gerði.

Mismunandi aðferðafræði skekkti samanburðinn

Kostn­aður við að virkja vind­orku og fram­leiða þann­ig raf­magn er sem sagt langt frá því að vera ein til­tekin upp­hæð. Með því að beita sömu eða svip­aðri aðferða­fræði um vind­orkuna eins og gert var með vatns­aflið og jarð­varmann, hefði niður­staða Kviku banka orðið tals­vert öðruvísi. Eins og lýst er með rauðu lín­unni sem bætt er hér inn á upp­haf­lega graf­ið frá Kviku/Pöyry (sjá grafið hér að neðan, en upp­haf­lega graf­ið frá Kviku/Pöyry má t.d. sjá hér á vef Ice­landic Energy Portal).

 

Á grafinu sést glögg­lega að ódýr­ustu kost­irnir í vind­orku (lower cost wind) eru nokkru kostn­að­ar­minni en marg­ir kos­tir í jarð­varma (high-cost geothermal); sjá einnig grein á Icelandic Energy Portal. Það er m.ö.o. óheppi­legt og raun­ar frá­leitt að af­greiða alla virkj­unar­kosti í vind­orku með einni kostn­aðar­tölu, enda beitti Kvika banki að sjálf­sögðu ekki þeirri aðferð við mat á kostn­aði nýrra vatns­afls- og jarð­varma­virkjana. Þessi mis­mun­andi aðferða­fræði skekk­ir saman­burð­inn í skýrsl­unni.

Kostnaður einstakra verkefna er afgerandi atriði

Eðli­leg­ast er að gera ráð fyrir því að röð­un virkj­un­a­fram­kvæmda muni fyrst og fremst ráð­ast af kostn­aði ein­stakra verk­efna (svo og um­hverfis­áhrifum og skipu­lagi). Það merk­ir að ódýr­ir kost­ir í vind­orku munu í a.m.k. ein­hverj­um til­vik­um verða byggð­ir upp á und­an mun dýr­ari kost­um í jarð­varma (og jafnvel vatns­afli).

Við þetta bæt­ist svo að sam­spil eldri vatns­afls­virkj­ana og nýrra vind­myllu­garða geta gert vind­orku­verk­efni ennþá hag­stæðari en ella. Sem kann að flýta ennþá meira fyrir upp­bygg­ingu vind­myllu­garða. Eftir stend­ur svo auð­vitað spurn­ing­in um kostn­að vegna vara­afls fyrir íslenska vind­myllu­garða, en þann kostn­að er snú­ið að meta vegna þess að hér á landi er ekki enn­þá til slík­ur mark­aður.

Kostnaður við vindorku oft töluvert lægri en kostnaður jarðvarma

Eins og áður sagði er í skýrslu Kviku banka mið­að við að kostn­aður vind­orku sé almennt nokk­uð yfir 50 EUR/MWst (kostnaður sem byggir á efna­hags­legum líf­tíma virkj­unar, stofn­kostn­aði, rekstrar­kostn­aði og vegn­um meðal­fjár­magns­kostnaði). Hafa ber í huga að skv. upp­lýs­ing­um frá Kviku banka er tengi­kostn­aður virk­jana við flutn­ings­netið inni­fal­inn í um­ræddri kostn­að­ar­tölu.

 

Um­rædd tala er meðal­kostn­aður, en Kvika banki leit ekki til þess að mörg vind­orku­verk­efni eru langt undir meðal­kostn­aði (og önn­ur langt yfir). Ef Kvika banki hefði beitt sömu aðferða­fræði gagnvart vind­orku eins og vatns­afli og jarð­varma, hefði kostn­aður ódýr­ustu vind­myllu­garð­anna sennil­ega verið meti­nn u.þ.b. 25–30% lægri en meðal­tals­kostn­að­ur­inn sem Kvika banki mið­aði við.

Þetta hefði skipt veru­legu máli fyrir mat á sam­keppnis­hæfni vind­orku. Því þá hefði niður­stað­an vafa­lítið orð­ið sú að hundruð MW af vind­orku­afli á Íslandi séu hag­kvæm­ari en t.d. marg­ar þeirra jarð­varma­virkjana sem eru fyrir­hug­aðar hér skv. Ramma­áætlun. Sá sem þetta skrif­ar álít­ur lík­legt að hér muni reyn­ast hagk­væmt að reisa um 300–400 MW af vind­afli á kom­andi ár­um, þó svo eng­inn sæ­streng­ur komi. Og jafn­vel meira. Sæ­streng­ur myndi svo gera nýt­ingu á íslenskri vind­orku ennþá áhuga­verðari.

Nýleg greining MIT/IIT styður hagkvæmni íslenskrar vindorku

Í þessu sambandi má líka horfa til ný­legrar grein­ing­ar og kostn­að­ar­mats af hálfu MIT Energy Initiative og Comillas-IIT. Þar kem­ur fram að hér­lendis verði unnt að reisa nokkur hundr­uð MW af vind­afli þar sem kostn­að­ur­inn (levelized cost of energy; LCOE) nem­ur um 35 USD/MWst, þ.e. u.þ.b. 32 EUR/MWst (mið­að við gengi evru og banda­ríkja­dals).

Samkvæmt upplýs­ingum sem ég hef fengið frá MIT/IIT eru þess­ir út­reikn­ing­ar m.a. byggðir á upp­lýs­ingum frá Lands­virkjun um nýt­ing­ar­tíma (capacity factor) vind­myll­anna tveggja of­an við Búr­fell. Ætla má að sú töl­fræði gefi ágæta mynd af því hvers vænta megi um hag­kvæmni vind­orku á Íslandi. Sú hag­kvæmni virð­ist tví­mæla­laust vera mun meiri en ráða má af skýrslu Kviku banka. Af þessu öllu leið­ir að sú álykt­un Kviku banka að ólík­legt sé að hér rísi vind­myllu­garðar nema til sæ­strengs komi, er sennilega röng.

Fleira áhugavert: