Krókalón Akranesi – Dælubrunnur og fráveitulagnir

Heimild:

 

Maí 2017

Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, eru að hefja vinnu við lagningu fráveitulagna og byggingu dælubrunns við Krókalón á Akranesi í þeim tilgangi að veita frárennslinu áleiðis í nýja hreinsistöð við Ægisbraut sem gangsett verður fyrir árslok. Framkvæmdasvæðið er frá Krókatúni 20 að Vesturgötu 105, meðfram grjótgarðinum í fjörunni. Byggður verður staðsteyptur, niðurgrafinn dælubrunnur neðan við Vesturgötu 69 og ný yfirfallsútrás verður lögð frá honum um 100 m úr í sjó. Gamla útrásin verður fjarlægð eftir að hreinsistöðin verður komin í gang.

„Framkvæmdir eru að hefjast og áætlað er að þær standi fram á haust. Óhjákvæmilega fylgir henni rask og biðjum við ykkur íbúa að sýna því skilning,“ segir í tilkynningu frá Veitum.

Horft yfir Krókalón. Mannvirki Skagans lengst til vinstri.

Verið er að byggja staðsteyptan, niðurgrafinn dælubrunn sem veitir frárennslinu í nýju hreinsistöðina við Ægisbraut. Einnig er verið a leggja síðustu lögnina en um er að ræða 500 m langa lögn meðfram Krókalóni. Þegar hreinsistöðin verður gangsett verður skólpi sem nú fer út um útrás við Króktún 22 veitt yfir í nýja lagnakerfið og verður þá hægt að fjarlægja gömlu útrásina.

Fleira áhugavert: