Verður lagning hitaveitu/ljósleiðara stöðvuð?

Heimild:

 

Frá fram­kvæmd­um í Húnaþingi vestra. Ljós­mynd/​Aðsend

Þetta kem­ur okk­ur rosa­lega á óvart,“ seg­ir Guðný Hrund Karls­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Húnaþings vestra, um ósk land­eig­enda um að stöðvuð verði lagn­ing hita­veitu og ljós­leiðara í Miðfirði.

Eig­end­ur jarðar­inn­ar Barðs telja að fram­kvæmda­leyfi sé ekki fyr­ir hendi og kölluðu þeir lög­regl­una á staðinn á sunnu­dag­inn. „Við erum sleg­in yfir þess­um viðbrögðum en það þarf svo sann­ar­lega að ræða við þessa land­eig­end­ur,“ bæt­ir hún við en ekki er föst bú­seta á bæn­um Barði.

Lög­regl­an á Blönduósi staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að hún hafi komið að Barði á sunnu­dag­inn að beiðni land­eig­enda, tekið niður upp­lýs­ing­ar og bókað málið. Eng­in kæra hef­ur verið lögð fram. Málið hef­ur verið til­kynnt til Skipu­lags­stofn­un­ar.

Töldu landið í eigu Svert­ings­staða

Guðný Hrund seg­ir að leyfið hafi verið gefið út með fyr­ir­vara um um­sögn Minja­stofn­un­ar og annarra aðila. „Við töld­um okk­ur hafa þeirra leyfi,“ seg­ir hún en upp­haf­lega hélt sveit­ar­fé­lagið að lands­svæðið þar sem leggja á hita­veit­una og ljós­leiðarann hafi verið í eigu Svert­ings­staða.

Eft­ir að sá mis­skiln­ing­ur hafði verið leiðrétt­ur fékk sveit­ar­fé­lagið samþykki fyr­ir legu lagn­ar­inn­ar, að sögn Guðnýj­ar Hrund­ar, og breytti ein­hverj­um hlut­um að ósk land­eig­enda. „Við gerðum breyt­ing­ar að þeirra ósk og feng­um staðfest­ingu og samþykki.“

Stöðvun fram­kvæmda hef­ur því líka áhrif á bæ­ina Svert­ings­staði og Sanda.

Búið er að leggja stál við bæ­ina en eft­ir á að plægja plast heim að bæj­un­um út frá stál­lögn­inni.

120 bæir á þrem­ur árum 

Guðný seg­ir að Minja­stofn­un hafi verið búin að gefa um­sögn sína um fram­kvæmd­irn­ar, auk þess sem bygg­inga­full­trúi hafi skoðað lagn­ir með til­liti til skipu­lags.

„Að sjálf­sögðu þurf­um við að taka upp sam­talið miðað við það sem er að ger­ast núna því þetta kem­ur veru­lega aft­an að okk­ur, í lok þriggja ára fram­kvæmda.  Við vilj­um passa upp á nátt­úr­una og gera þetta eins vel og við get­um.“

Fram­kvæmd­ir hafa staðið yfir við lagn­ingu hita­veitu og ljós­leiðara við um 120 bæi í Húnaþingi vestra á síðastliðnum þrem­ur árum. Guðný seg­ir að hingað til hafi allt gengið vel. „Það er eitt og annað sem við höf­um þurft að ræða út af þess­um fram­kvæmd­um en við höf­um reynt að gera þetta í sátt og sam­lyndi við íbúa. Sveit­ar­fé­lagið er að leggja þetta og við telj­um þetta vera vel­ferðar­mál.“

Frá framkvæmdum við lagninu hitaveitu og ljósleiðara í Húnaþingi vestra.

Frá fram­kvæmd­um við lagn­inu hita­veitu og ljós­leiðara í Húnaþingi vestra. Ljós­mynd/​Aðsend

Fleira áhugavert: