Var hleypt úr lón­inu með ólög­mæt­um hætti?

Heimild:  

 

Maí 2016

Orkustofnun kallar eftir andmælum Orku náttúrunnar vegna meints brots ákvæðum ...Orku­stofn­un kall­ar eft­ir and­mæl­um fyr­ir­tæk­is­ins Orku nátt­úr­unn­ar vegna meint brots á ákvæðum vatna­laga og um­hverf­isskaða í Anda­kílsá af henn­ar völd­um, við tæm­ingu inntak­slóns Anda­kíls­ár­virkj­un­ar. Það er niðurstaða Orku­stofn­un­ar að Orka nátt­úr­unn­ar „hafi hleypt úr inntak­slóni Anda­kíls­ár­virkj­un­ar um botn­lok­ur með ólög­mæt­um hætti og valdið með þeim tjóni á líf­ríki í Anda­kílsá og tak­markað veiðimögu­leika,“ seg­ir á vef stofn­un­ar­inn­ar, en lónið mun hafa verið tæmt vegna viðhalds­vinnu. Orku­stofn­un barst er­indi vegna meints um­hverf­isskaða þann 19. maí síðastliðinn.

Stofn­un­in tek­ur þó hvorki af­stöðu til mögu­legs tjóns né til skaðabóta, eft­ir at­vik­um land­eig­enda og/​eða Veiðifé­lags Anda­kíls­ár.

Sér­fræðing­ur frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un var feng­inn að ánni til að meta aðstæður, en setefni á botni lóns­ins grófst meðfram ánni og dreifðist um hana neðan við foss. Talið er að tjón á seiðum og hafi orðið mikið og að veiðistaðir hafi spillst, að kem­ur fram í bréfi Orku­stofn­un­ar til Orku nátt­úr­unn­ar.

Orku­stofn­un kall­ar eft­ir and­mæl­um Orku nátt­úr­unn­ar vegna meints brots ákvæðum vatna­laga. Ljós­mynd/​Dagný Sig­urðardótt­ir

Orku­stofn­un mæl­ir fyr­ir um að Orka nátt­úr­unn­ar færi um­hverfi Anda­kíls­ár til fyrra horfs, eins og kost­ur er, á sinn kostnað og legg­ur áherslu á að áætl­un um úr­bæt­ur verði skilað til Orku­stofn­un­ar eigi síðar en 30 júní n.k. Orku­stofn­un mun taka af­stöðu til þeirr­ar áætl­un­ar í sam­ráði við Fiski­stofu.

Brot gegn ákvæðum vatna­laga geta varðað sekt­um. Í ljósi al­var­leika meintra brota, kem­ur til álita að beita úrræðinu, en Orku­stofn­un frest­ar ákvörðun sinni þar að lút­andi, þar til and­mæli Orku nátt­úr­unn­ar liggja fyr­ir. Fyr­ir­tækið mun hafa brugðist vel við at­huga­semd­um og byrjað er að und­ir­búa fyll­ingu lóns­ins fyrr en áætlað var.

Það breyt­ir því hins­veg­ar ekki að lítið verður vænt­an­lega veitt í ánni í sum­ar, líkt og fram kom í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins í síðustu viku. „Ég get ekki bet­ur séð en ekk­ert verði veitt í þess­ari á í sum­ar. Þótt eitt­hvað af seiðum lifi vit­um við ekki hvort þau hafa æti og það tek­ur lang­an tíma fyr­ir ána að jafna sig,“ sagði Ragn­hild­ur Helga Jóns­dótt­ir, um­hverf­is­fræðing­ur í Ausu í Anda­kíl og stjórn­ar­maður í Veiðifé­lagi Anda­kíls­ár, í sam­tali við blaðið.

Lítið verður vænt­an­lega veitt í Anda­kílsá í sum­ar. Mynd/​Guðrún Guðmunds­dótt­ir

Myndaniðurstaða fyrir andakílsárvirkjun

Tengd mynd

 

Fleira áhugavert: