Hraunbær 103A – 60 íbúðir, 60 ára og eldri

Heimild:  

 

Desember 2016

Hugmynd skipulagsarkitekts að útliti húss á lóðinni. Ekki bindandi hugmynd.

Lóð fyrir íbúðarhúsnæði að Hraunbæ 103A er nú auglýst á lóðavef Reykjavíkurborgar. Skipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni rísi íbúðir fyrir fólk sextíu ára eða eldra, sem þýðir að íbúðaeigendur og/eða leigutakar verða að hafa náð þeim aldri.

Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, sem annast sölu byggingarréttar í Reykjavík, hefur í gegnum tíðina fengið fyrirspurnir um lóðina og reikna starfsmenn með því að allmörg tilboð berist fyrir tilskilinn frest sem rennur út 14. desember n.k.

Heimilt er að byggja á lóðinni 50 íbúðir með 20% skekkjumörkum sem þýðir að byggja má allt að 60 íbúðir.  Félagsbústaðir hf. hafa kauprétt á 6 íbúðum í húsinu.

Gert er ráð fyrir að lóðin verði tilbúin til afhendingar um mitt næsta ár. Lóðin er 3.550 fermetrar með nýtingarhlutfallinu 1,7 sem þýðir að heimilt byggingarmagn á lóðinni er um  6.000 fermetrar, auk bílakjallara.

Einungis er hægt að bjóða í allt byggingarmagn á lóðinni og skal skila skriflegu tilboði á sérstöku tilboðsblaði sem aðgengilegt er á vef.

 

Fleira áhugavert: