Þyngsta vagnlest á þjóðvegi landsins?
Janúsr 2017
Ein þyngsta vagnlest sem farið hefur um þjóðvegi landsins fór frá Húsavík að Þeistareykjum, með hverfil og rafal fyrir fyrstu vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar.
Hverfillinn vegur um 134 tonn og rafallinn 100 tonn, en annar búnaður sem kom með skipinu, meðal annars varahlutir, vega um 80 tonn. Þrír dráttarbílar voru nýttir við flutninginn, tveir toguðu í flutningsvagninn og einn ýtti á eftir. Flutningsvagninn er tólf hásinga með alls 96 dekk. Heildarþyngd vagnlestar með aðstoðardráttarbílum var sem fyrr segir um 220 tonn en farmurinn sjálfur 197 tonn.