Vindorka – Verður allt að 1.600 MW?

Heimild:  

Ketill Sigurjónsson

Í þess­ari seinni grein um íslenska vind­orku er sjónum beint nánar að því af hverju skyn­sam­legt er að nýta vind­inn hér til raf­orku­fram­leiðslu. Og reynt að meta hversu mikil vind­orka kann að verða virkjuð á Íslandi á kom­andi árum. Ein sviðs­myndin hljóðar upp á 1.600 MW af vindafli innan tveggja ára­tuga.

Einnig er hér fjallað um það hver af stóru íslensku orku­fyr­ir­tækj­unum hafa sýnt vind­orkunni áhuga. Þar hefur Lands­virkjun verið í far­ar­broddi, en HS Orka virð­ist og vera áhuga­söm. Í grein­inni er svo líka vikið að nýlegri nið­ur­stöðu Skipu­lags­stofn­unar vegna mats á umhverf­is­á­hrifum fyr­ir­hug­aðrar vind­virkj­unar Lands­virkj­unar í nágrenni Búr­fells. Sú nið­ur­staða gæti reynst þrösk­uldur fyrir nýt­ingu á íslenskri vind­orku á stórum hluta lands­ins.

Fyrri grein mín um íslenska vind­orku birt­ist fyrst á Kjarn­anum um miðjan des­em­ber á nýliðnu ári (2016). Og sem fyrr skulu les­endur minntir á að grein­ar­höf­undur kemur að und­ir­bún­ingi vind­orku­verk­efna hér á landi. Þar er m.a. um að ræða áætl­anir um nákvæmar vind­mæl­ingar í nágrenni Mos­fells­heið­ar, með það að mark­miði að virkja vind­inn á því svæði reyn­ist vind­að­stæður þar með þeim hætti sem vænt­ingar eru um.

Sam­an­tekt

Vegna þess að greinin er nokkuð löng, eru hér í byrjun teknar saman helstu álykt­anir eða nið­ur­stöð­ur:

  • Góðar veð­ur­fars­legar aðstæður á Íslandi og lækk­andi kostn­aður í vind­orku­tækni veldur því að virkjun vinds­ins er orð­inn raun­hæfur kostur hér á landi. Þau tíma­mót kunna að hafa veru­leg áhrif á fram­tíð­ar­þróun raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi og dregið gæti úr þörf á nýjum vatns­afls- og jarð­varma­virkj­un­um.
  • Gera má ráð fyrir því að á næstu tíu til tutt­ugu árum rísi hér a.m.k. um. 300–400 MW af vindafli. Og ennþá meira ef raf­strengur verður lagður milli Íslands og Evr­ópu.
  • Teiknuð mynd Landsvirkjunar af Búrfellslundi

    Sam­kvæmt nýlegri skýrslu Kviku banka og Pöyry er lík­leg­ast að virkjuð vind­orka hér muni nema um 550 MW innan tveggja ára­tuga (ef til sæstrengs kem­ur). Hæsta sviðs­mynd fyr­ir­tækj­anna gerir þó ráð fyrir allt að þrefalt meira vindafli. Spá Kviku/Pöyry um upp­bygg­ing­ar­hraða vinda­fls á Íslandi virð­ist var­færin fremur en hitt.

  • Vind­ur­inn á Íslandi gæti með þessu stuðlað að mik­il­vægri aukn­ingu útflutn­ings­tekna. M.ö.o. þá kann nýt­ing á þess­ari end­ur­nýj­an­legu nátt­úru­auð­lind, sem hingað til hefur ein­fald­lega blásið frá okk­ur, orðið þjóð­inni góð tekju­lind.
  • Til að ná fram bæði nauð­syn­legri hag­kvæmni og sátt um stað­setn­ingu stórra vind­mylla, er mik­il­vægt að vanda mjög stað­ar­val. Miklu skiptir að vind­að­stæður séu með besta móti, en einnig þarf að gæta vel að umhverf­is­á­hrifum og þ.m.t. sjón­rænum áhrif­um. Þannig ætti að mega tryggja að virkjun vinds hafi almennt minni umhverf­is­á­hrif heldur en jarð­varma­virkj­anir eða stórar vatns­afls­virkj­an­ir.
  • Vegna afstöðu Skipu­lags­stofn­unar er nú óvíst um fram­kvæmdir Lands­virkj­unar við s.k. Búr­fellslund, á mörkum hálend­is­ins ofan Búr­fells. Ýmsar aðrar stað­setn­ingar kunna þó að vera áhuga­verðar fyrir Lands­virkjun til að virkja vind — og jafn­vel betri þegar sjón­rænu áhrifin eru tekin með í reikn­ing­inn.
  • Það hversu hröð aukn­ing verður í nýt­ingu vind­orku á Íslandi á kom­andi árum mun mjög ráð­ast af því hvort sæstrengur verður lagður milli Íslands og Evr­ópu. Án sæstrengs mun íslensk vind­orka þó vafa­lítið verða eitt­hvað virkj­uð, en þá mun skipta miklu hversu góðan aðgang rekstr­ar­að­ilar vind­virkj­ana hafa hér að vara­afli.
  • Sam­spil vinda­fls og stýr­an­legs vatns­afls getur verið hag­kvæmt við raf­orku­fram­leiðslu. Nýt­ing vatns­afls með miðl­un­ar­lónum er umfangs­mikil starf­semi á Íslandi og því hentar vel að virkja hér vind­inn líka og nýta umrætt sam­spil.
  • Vind­ur­inn er auð­lind sem orðið er tíma­bært og skyn­sam­legt að nýta hér á landi, bæði til verð­mæta­sköp­unar og til að draga úr þörf á nýjum vatns­afls- og jarð­varma­virkj­un­um. Þannig mæla bæði hag­kvæmni og hóg­vær umhverf­is­á­hrif með því að við virkjum vind­inn.

Nei­kvætt álit Skipu­lags­stofn­unar vegna Búr­fellslundar

Áður en lengra er haldið verður hér minnst á nýj­ustu tíð­indin af vind­orku á Íslandi. Frá því fyrri grein mín um um þetta efni birtist, hefur Skipu­lags­stofnun kynnt álit sitt vegna mats á umhverf­is­á­hrifum fyr­ir­hug­aðs vind­orku­verk­efnis Lands­virkj­unar í nágrenni Búr­fells (s.k. Búr­fellslund­ur).

 
Staðsetning fyrirhugaðs vindmyllugarðs Landsvirkjunar, sem nefndur er Búrfellslundur.

Nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­unar gagn­vart verk­efn­inu var nei­kvæð og hlýtur það að valda Lands­virkjun von­brigð­um. Enda var fyr­ir­tækið búið að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verk­efni og hefur sjálf­sagt gert sér vonir um allt aðra og jákvæð­ari nið­ur­stöðu. Af eldri fréttum af verk­efn­inu má ráða að Lands­virkjun hafi gert ráð fyrir því, að þarna yrði risin stærðar vind­virkjun jafn­vel strax haustið 2017. Sem nú er aug­ljóst að mun ekki ganga eft­ir.

Í stuttu máli þá fann Skipu­lags­stofnun ýmis­legt að verk­efn­inu og telur ástæðu til að það verði end­ur­met­ið. Í áliti stofn­un­ar­innar er Lands­virkjun hvött til þess að leita ann­arrar stað­setn­ingar og/eða huga að smærra verk­efni á við­kom­andi svæði, en fyr­ir­hugað heild­ar­afl umræddrar vind­virkj­unar skv. áætl­unum Lands­virkj­unar er 200 MW. Ekki er ennþá ljóst hvernig Lands­virkjun mun nákvæm­lega bregð­ast við þess­ari nið­ur­stöðu Skipu­lags­stofn­un­ar.

Skipu­lags­stofnun á varð­bergi gagn­vart mið­há­lend­inu

Helsta ástæða þess hversu nei­kvæð eða tor­tryggin Skipu­lags­stofnun er gagn­vart umræddu vind­orku­verk­efni Lands­virkj­unar þarna í nágrenni Búr­fells, er stað­setn­ing­in. Þ.e. að mann­virk­in, sem myndu verða innan skipu­lags­svæðis mið­há­lend­is­ins, falli „illa að áherslum Lands­skipu­lags­stefnu 2015–2026 á vernd víð­erna og lands­lags­heilda“. Þarna hefur því umrædd Lands­skipu­lags­stefna að því er virð­ist úrslita­á­hrif, en hún var sam­þykkt á Alþing í mars s.l. í formi þings­á­lykt­unar.

Vand­fundið jafn­vægi milli víð­erna mið­há­lendis og byggðra svæða

Það er reyndar athygl­is­vert að þarna í nágrenni Búr­fells­virkj­un­ar, þar sem Búr­fellslundur átti að rísa, eru nú þegar umfangs­mikil mann­virki og þ.m.t. háspennu­línur (sem gætu tekið við raf­orkunni frá vind­virkj­un). Þess vegna er virkjun vinds á þessu svæði, að mati þess sem þetta skrif­ar, umhverf­is­vænni kostur en það að ætla að reisa nýjar vatns­falls- eða jarð­varma­virkj­anir við nátt­úruperlur eða á lítt snortnum svæð­um.

Í því sam­hengi má nefna sem dæmi fyr­ir­hug­aða Hólmsár­virkj­un, Hval­ár­virkj­un, jarð­varma­virkj­anir við Eld­vörp og Krýsu­vík o.fl. Varla eru þetta fýsi­legri virkj­un­ar­kostir út frá umhverf­is­á­hrif­um, heldur en vind­myllur á mesta virkj­ana­svæði lands­ins við Þjórsá.

Það er líka umhugs­un­ar­efni hvort t.a.m. áætluð Hvamms­virkj­un, með miðl­un­ar­lóni á ægi­fögrum stað í neðri hluta Þjórsár og í nágrenni Heklu, sé umhverf­is­vænni kostur heldur en vind­myllur við virkj­ana­svæðið og miðl­an­irnar ofan Búr­fells. M.ö.o. þá er ekki endi­lega æski­legt að laga­leg skil­grein­ing á víð­ernum eða mið­há­lendi valdi því að þrýst­ingur á virkj­anir utan þess auk­ist. En það mun senni­lega og jafn­vel óhjá­kvæmi­lega ger­ast, ef sú túlkun sem fram kemur í umræddu áliti Skipu­lags­stofn­unar verður meg­in­regla. Þarna þarf mögu­lega að huga betur að því sem kalla mætti jafn­vægið milli víð­erna og aðliggj­andi byggðra svæða.

Óheppi­legt stað­ar­val Lands­virkj­un­ar?

Vissu­lega eru þó ýmis rök til þess að fara sér­stak­lega var­lega í að stað­setja stórar vinda­fls­stöðvar (eða aðrar virkj­anir og mann­virki) innan mið­há­lend­is­ins, þar sem ennþá er gott tæki­færi til að varð­veita nátt­úru og víð­erni. Aug­ljós­lega breytir þyrp­ing stórra vind­mylla ásýnd við­kom­andi víð­erna veru­lega. Og slíkt er að mati Skipu­lags­stofn­unar úr takti við áður­nefnda Lands­skipu­lags­stefnu. Þess vegna má kannski álíta það eðli­lega ábend­ingu hjá stofn­un­inni að önnur stað­setn­ing kunni að vera æski­legri.

Horft til Heklu frá vestari bakka Þjórsár sunnan Búrfells.

Í þessu ljósi var óheppi­legt hjá Lands­virkjun að velja stór­brotna nátt­úr­una og víð­ernin þarna á mörkum hálend­is­ins í nágrenni Heklu sem upp­hafs­stað fyrir umfangs­mikla virkjun vind­orku á Íslandi. Það er þó vel að merkja svo að und­ir­bún­ingur Lands­virkj­unar að þessu verk­efni var byrj­aður löngu áður en umrædd Lands­skipu­lags­stefna var sam­þykkt. Því má segja, að þarna hafi þróun umhverf­is­mála á Íslandi ein­fald­lega farið fram úr orku­fyr­ir­tæk­inu.

Hvernig sem á end­anum fer með Búr­fellslund, þá mun áður­nefnt álit Skipu­lags­stofn­unar óhjá­kvæmi­lega seinka áformum Lands­virkj­unar um að virkja hér vind­inn. Skv. frétt á vef fyr­ir­tæk­is­ins hyggst Lands­virkjun nú „nýta sér þá þekk­ingu og reynslu sem fram hafa komið í ferl­inu til frek­ari þró­unar og und­ir­bún­ings vind­orku á Ísland­i“. Ekki er aug­ljóst hvað þessi almenna yfir­lýs­ing nákvæm­lega tákn­ar. Þó er alveg skýrt að Lands­virkjun er eftir sem áður áhuga­söm um virkjun vind­orku hér (og þá eftir atvikum á síður umdeildum svæð­u­m).

Eðli­legt að nýta hag­kvæma nátt­úru­auð­lind

Hafa ber í huga að umrædd nið­ur­staða Skipu­lags­stofn­unar er mats­kennd og ekki yfir gagn­rýni haf­in. Þá er heldur ekki víst að þetta álit Skipu­lags­stofn­unar merki að stofn­unin muni almennt eða oft­ast leggj­ast gegn þyrp­ingu stórra vind­mylla innan mið­há­lend­is­ins. Þarna væri kannski æski­legt að fá fram skýr­ari við­mið, enda má búast við því að sum sveit­ar­fé­lög á Íslandi séu farin að huga að því að skipu­leggja svæði undir vind­myllur innan sinna lög­sögu­marka, m.a. á mið­há­lend­inu.

Það er engu að síður jákvætt að með áliti Skipu­lags­stofn­unar um s.k. Búr­fellslund eru komnar fram vissar vís­bend­ingar um þær áherslur sem stofn­unin hefur gagn­vart vind­orku­mann­virkj­um. Nú geta orku­fyr­ir­tæki hér haft hlið­sjón af þess­ari umfjöll­un, áherslum og nið­ur­stöðu Skipu­lags­stofn­unar til að þróa vind­orku­verk­efni sín áfram. Enda er bæði eðli­legt og mik­il­vægt að við Íslend­ingar nýtum tæki­færin í vind­orkunni, sem í mörgum til­vikum yrði bæði hag­kvæmur og umhverf­is­vænn kostur til raf­orku­öfl­un­ar.

Hug­tök á reiki

Það er athygl­is­vert að í umræddu áliti sínu forð­ast Skipu­lags­stofnun að nota hug­takið vindlundur (öf­ugt við það sem Lands­virkjun jafnan ger­ir). Enda er orðið vindlundur ekki heppi­legt, líkt og ég impraði á í fyrri grein minni.

Þess í stað talar Skipu­lags­stofnun um vind­orku­ver þarna í áliti sínu. Sem er kannski heldur ekki gott orð, því hug­takið „orku­ver“ minnir fremur á þau mann­virki sem nýta elds­neyti til raf­magns­fram­leiðsl­unnar (sbr. kola­orku­ver eða kjarn­orku­ver). Þessi hug­taka­notkun Skipu­lags­stofn­unar er a.m.k. ekki að leggja mikla áherslu á end­ur­nýj­an­leika orkunnar né þá kolefna­lausu raf­orku­fram­leiðslu sem knúin er af vindi. Þetta er kannski smá­at­riði en er samt til­efni til íhug­un­ar.

Nefna má að í við­auka með lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum má sjá orðið „vind­bú“ yfir virkj­anir af þessu tagi. Það orð eða hug­tak virkar nokkuð skond­ið, en á lík­lega að vera þýð­ing á enska hug­tak­inu wind farm. Hug­taka­notkun hér­lendis um vind­ork­una er sem sagt nokkuð á reiki og tíma­bært að fram komi hnit­miðað og lýsandi orð, sem fellur vel að íslensku máli.

Nýt­ing­ar­hlut­fall vind­virkj­ana á Íslandi getur orðið óvenju hátt

Í dag er sára­lítil vind­orka virkjuð á Íslandi. Þær vind­myllur sem hafa verið settar hér upp eiga meira skylt við til­rauna­verk­efni en virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir. Árangur þess­ara til­rauna­verk­efna rennir þó stoðum undir það að nátt­úr­legar aðstæður hér henti vel til að virkja vind­inn. Og kunna þær víða að jafn­ast á við það sem best ger­ist erlend­is, þ.e. vel yfir 40% nýt­ing­ar­hlut­fall.

Dæmi um svo hátt nýt­ing­ar­hlut­fall vinda­fls­stöðva á landi er fremur fátítt í öðrum lönd­um. En þekk­ist þó t.d. á Nýja Sjá­landi, í suð­ur­hluta Ástr­al­íu, á fáeinum stöðum í Nor­egi og í Mið-Vest­ur­ríkjum Banda­ríkj­anna. Víð­ast hvar í heim­inum er nýt­ing­ar­hlut­fall vinda­fls­stöðva á landi aftur á móti tölu­vert lægra og stundum miklu lægra.

Hátt nýt­ing­ar­hlut­fall er mik­il­vægur hvati til að virkja vind

Á þeim svæðum þar sem nýt­ing­ar­hlut­fall vinda­fls­stöðva er nálægt með­al­tali eða þar und­ir, er starf­semin oft ekki hag­kvæm nema til staðar sé mjög hátt raf­orku­verð og/eða opin­ber stuðn­ingur við vind­orku. Með lækk­andi kostn­aði í vind­orku­tækni er raf­orku­fram­leiðsla af þessu tagi þó á sumum svæðum orðin sam­keppn­is­hæf við flesta aðra orku­gjafa og það án sér­stakra íviln­ana. Þetta kemur t.a.m. vel fram í nýj­ustu grein­ingu fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins Laz­ard á kostn­aði við raf­orku­fram­leiðslu.

Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar um vinda­far hér á landi og reynslan af þeim vind­myllum sem hér hafa verið starf­ræktar und­an­farin ár, gefa sterkar vís­bend­ingar um að hér á Íslandi geti vind­orka keppt við aðra hefð­bundn­ari virkj­un­ar­kosti. Og það jafn­vel þó svo raf­orku­verð hér sé lágt í sam­an­burði við flest nágranna­lönd okk­ar.

Íslensk vind­orka er sam­keppn­is­hæfur kostur

Á sama tíma og kostn­aðar við vind­orku hefur farið lækk­andi, vegna tækni­þró­unar og auk­innar fram­leiðslu vind­tækni­fyr­ir­tækja, hafa flestir hag­kvæm­ustu virkj­un­ar­kost­irnir í íslensku vatns­afli og jarð­varma þegar verið nýtt­ir. Fyrir vikið hefur kostn­að­ar­munur hér á vind­orku ann­ars vegar og nýjum hefð­bundnum virkj­unum hins veg­ar, farið lækk­andi á und­an­förnum árum.

Graf úr skýrslu Kviku/Pöyry 2016 með viðbótum greinarhöfundar.

Og nú er komin upp sú áhuga­verða staða að íslensk vind­orka kann að verða ódýr­ari en sum þau jarð­varma­verk­efni sem hér eru á dag­skrá skv. gild­andi Ramma­á­ætlun. Afleið­ingin gæti orðið sú að virkjun íslenskrar vind­orku komi til með að hægja á upp­bygg­ingu nýrra jarð­hita­virkj­ana. Virkjun vind­orku á Íslandi yrði meira að segja í ein­hverjum til­vikum senni­lega ódýr­ari en sumar þær vatns­afls­virkj­anir sem nú eru til­greindar í bið­flokki Ramma­á­ætl­un­ar.

Það hversu virkjun vind­orku mun vaxa hratt hér á landi á kom­andi árum mun þó að veru­legu leyti ráð­ast af kostn­aði við aðgang að vara­afli. Þarna birt­ist helsti veik­leiki vind­orkunnar þegar þessi kostur er borin saman við jarð­varma­virkj­anir og vatns­afls­virkj­anir með miðl­un. Þ.e. sveiflu­kennd fram­leiðsla. En þá kemur að áhuga­verðu sam­spili vind­orku og vatns­afls.

Vind­orka hentar vatns­afls­kerfi vel

Á Íslandi er mestur hluti raf­orkunnar fram­leiddur með stórum vatns­afls­virkj­un­um, sem fá vatnið frá umfangs­miklu kerfi miðl­un­ar­lóna. Slíkar aðstæður henta vel fyrir þróun vinda­fls­stöðva. Þegar vind­ur­inn blæs (þ.e. vinda­fls­stöð skilar miklum afköst­um) og vatns­staða í lóni er ekki í hámarki getur verið hag­kvæmt að spara vatn­ið, þ.e. hægja á rennsli og raf­orku­fram­leiðslu vatns­afls­virkj­un­ar­inn­ar. Og láta vindaflið mæta minni afköstum vatns­afls­virkj­un­ar­inn­ar. Einnig getur nýt­ingu vind­orku í sam­spili við vatns­afls­virkjun lág­markað að vatn þurfi að renna á yfir­falli.

Þegar vindur er lít­ill getur svo verið hag­kvæmt að keyra vatns­afls­virkj­un­ina á fullum afköst­um. Og það vill einmitt svo til að hér á landi eru vind­skil­yrði til raf­orku­fram­leiðslu oft síst þegar inn­rennsli í miðl­un­ar­lón er í hámarki — og vind­skil­yrði best þegar inn­rennslið er í lág­marki. Sam­spil vinda­fls og stýr­an­legs vatns­afls er því að ýmsu leyti skyn­sam­leg leið til að hámarka hag­kvæmni og um leið draga úr þörf á enn fleiri vatns­afls­virkj­unum og miðl­un­ar­lón­um.

Skyn­sam­leg aflaukn­ing í núver­andi vatns­afls­virkj­unum

Að auki getur virkjun vind­orku gert það ennþá hag­kvæmara en ella að bæta afli í núver­andi vatns­afls­virkj­anir (hér má hafa í huga yfir­stand­andi stækkun Lands­virkj­unar á Búr­fells­virkjun um 100 MW). Slíkt er góð leið til að auka raf­orku­fram­boð með hóg­værum til­kostn­aði og óvenju litlum umhverf­is­á­hrif­um. Þetta eru enn ein rökin fyrir því að æski­legt er að vind­orkan verði virkjuð hér á Íslandi.

Lands­virkjun og HS Orka áhuga­söm um að virkja vind­inn

Þessi umræddi ávinn­ingur af sam­spili vatns­afls og vind­virkj­ana er senni­leg meg­in­á­stæða þess að af stóru raf­orku­fyr­ir­tækj­unum þremur er það fyrst og fremst Lands­virkjun sem sýnt hefur nýt­ingu vind­orku áhuga. Lands­virkjun er jú það orku­fyr­ir­tækj­anna sem er með lang­mest af vatns­afli og mest­allt það vatns­afl fer um miðl­un­ar­lón. HS Orka og ON eru aftur á móti fyrst og fremst jarð­varma­fyr­ir­tæki.

Af síð­ustu árs­skýrslu HS Orku (þ.e. vegna rekstr­ar­árs­ins 2015) má þó sjá að það fyr­ir­tæki er einnig byrjað að huga að þeim mögu­leika að nýta vind­orku (á Reykja­nesskaga). Sá áhugi sprettur vafa­lítið af því hversu vind­orkan er orðin hag­kvæmur kostur miðað við jarð­var­mann. Fróð­legt verður að sjá hvernig þessar athug­anir HS Orku munu þró­ast. Önnur fyr­ir­tæki eru einnig að huga að bygg­ingu umtals­verðra vind­virkj­ana hér, sbr. Arctic Hydro, Biokraft o.fl.

Orku­veita Reykja­víkur áhuga­söm um kaup á vind­orku

Lítið hefur heyrst af áhuga Orku­veitu Reykja­víkur (eig­anda Orku nátt­úr­unn­ar/ON) á að virkja vind­inn. Á móti kemur að það er einmitt ON sem kaupir ork­una frá vind­myll­unum tveimur í Þykkva­bæ, sem eru í eigu Biokraft. Og ON mun einnig hafa lýst áhuga sínum á að kaupa raf­ork­una af fyr­ir­hug­aðri 45 MW vinda­fls­stöð Biokraft sem nú er áætluð við Þykkva­bæ.

Hellisheiðarvirkjun

Hafa má í huga að fallandi fram­leiðsla í Hell­is­heið­ar­virkjun veldur því að ON þarf aðgang að meiri orku. Í þessu skyni þarf fyr­ir­tækið á næstu árum að eyða tug­millj­örðum ISK í nýjar bor­anir eftir meiri jarð­hita til þess eins að við­halda raf­orku­fram­leiðslu Hell­is­heið­ar­virkj­un­ar. Þessi fjár­fest­ing er aug­ljós­lega mik­il­væg til að ON/OR geti örugg­lega sinnt almanna­þjón­ustu sinni og um leið staðið við samn­inga sína við Norð­urál.

Eins og staðan er í dag virð­ist ON ekki vera farin að huga að virkjun vinds. Það er áhuga­vert að fyrir sömu fjár­fest­ingu eins og þarna á nú að setja í nýjar bor­holur og nið­ur­dæl­ingu fyrir Hell­is­heið­ar­virkj­un, þ.e. ISK 20–25 millj­arða, hefði ON getað reist um 150 MW vinda­fls­stöð. Sem sagt meira en þrisvar sinnum stærri virkjun en Biokraft áformar nú í Þykkva­bæ. Þeir fjár­munir fara aftur á móti í það eitt að við­halda jarð­varma­öflun fyrir Hell­is­heið­ar­virkj­un, sem er þó mjög nýleg virkj­un.

Lítil og aft­ur­kræf umhverf­is­á­hrif gera vind­orku ennþá áhuga­verð­ari

Auk lækk­andi kostn­aðar verður virkjun vind­orku á Íslandi ennþá áhuga­verð­ari þegar einnig er tekið til­lit til umhverf­is­á­hrifa virkj­ana og aft­ur­kræfni á því raski sem virkj­un­ar­fram­kvæmdum fylg­ir. Virkjun jarð­varma fylgja t.a.m. ýmsir ókost­ir, líkt og brenni­steins­mengun og losun koldí­oxíðs (auk óvissunnar um hnignun jarð­varma­geym­is­ins). Og stórar vatns­afls­virkj­anir valda veru­legri umhverf­is­rösk­un; kalla oft á stór miðl­un­ar­lón, skurði og aðrar umfangs­miklar veitu­fram­kvæmd­ir. Auk stíflu­mann­virkja og upp­söfnun jök­ul­leirs á bökkum miðl­un­ar­lóna sem svo fýkur yfir aðlæg gróð­ur­lendi.

Virkjun vinds­ins er aftur á móti þess eðlis að slík mann­virki hafa oft­ast lítil umhverf­is­á­hrif og áhrifin fyrst og fremst sjón­ræn. Þar að auki er til­tölu­lega ein­falt að fjar­lægja slík mann­virki að afloknum líf­tím­anum og því góðir mögu­leikar á að var­an­leg ummerki verði með allra minnsta móti. Með hlið­sjón af þessu, svo og kostn­aði mis­mun­andi teg­unda virkj­ana, hlýtur virkjun vind­orku á Íslandi að telj­ast áhuga­verð. Um leið kann að vera til­efni til að við Íslend­ingar gætum meira hófs við að reisa nýjar vatns­afls- og jarð­varma­virkj­an­ir. Og hugum þess í stað í auknum mæli að vindafl­inu.

Ein­hæfur aflok­aður raf­orku­mark­aður er tak­mark­andi

Að öllu saman teknu virð­ist virkjun vind­orku góður kostur fyrir Íslend­inga. Þess vegna er líka til­efni til að reyna að spá fyrir um hversu mikið verður um að vinda­fls­stöðvar rísi hér á kom­andi árum og ára­tug­um.

Í því sam­bandi skiptir auð­vitað máli að Ísland er ein­angrað raf­orku­kerfi og raf­orku­fram­leiðsla hér hefur ekki aðgang að stórum áhuga­verðum mörk­uðum líkt og flest önnur Evr­ópu­lönd hafa. Og vegna þess hversu hlut­fall stór­iðju í raf­orku­notk­un­inni hér er gríð­ar­lega og óvenju­lega hátt, þarf raf­orku­fram­boðið hér að vera afar stöðugt. Í slíku raf­orku­kerfi eru mögu­leikar stórra vinda­fls­stöðva tak­mark­að­ir.

Það er því svo að óstöð­ug­leiki vind­orkunnar frá einum degi til ann­ars í litlu raf­orku­kerfi, sem fyrst og fremst fram­leiðir fyrir stór­iðju, er þrösk­uldur fyrir nýt­ingu vind­orku á Íslandi. Aðstaðan yrði allt önnur og áhuga­verð­ari ef við hefðum aðgang að miklu stærri raf­orku­mark­aði.

Sæstrengur gæti gert íslenska rokið afar verð­mætt

Sú fremur þrönga staða sem hið ein­angr­aða og stór­iðju­mið­aða raf­orku­kerfi hér veldur vind­orku, myndi breyt­ast veru­lega ef/þegar Ísland teng­ist Evr­ópu með sæstreng. Slík teng­ing við stóran raf­orku­mark­að, t.d. þann breska, gæti skapað grunn að því að íslensk vind­orka yrði ný og mik­il­væg útflutn­ings­vara. Þess vegna kann að verða áhuga­vert fyrir lands­menn að vinna að því að auka gjald­eyr­is­tekjur sínar í fram­tíð­inni með því að fanga ork­una í „íslenska rok­inu“.

Áhuga­verð tæki­færi í samn­ingum um nýja græna orku

En jafn­vel þó svo íslenski raf­orku­mark­að­ur­inn sé í dag hóf­lega áhuga­verður fyrir vind­orku­fjár­fest­ing­ar, þá eru til staðar athygl­is­verð tæki­færi fyrir íslenska vind­orku jafn­vel án sæstrengs. Þar kemur m.a. til áður­nefnt hag­kvæmt sam­spil vind­orku og vatns­afls. Ekki síður skiptir hér máli að nokkur Evr­ópu­lönd eru áhuga­söm um samn­inga sem fela í sér að auka hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar kolefn­is­lausrar raf­orku innan mark­aðs­svæðis ESB/EES. Þannig samn­ingar eru t.d. að tryggja nýjum norskum vind­orku­verum góðar auka­tekj­ur.

Ámóta fyr­ir­komu­lag mun í fram­tíð­inni efa­lítið flýta fyrir upp­bygg­ingu vinda­fls og mögu­lega ann­arra virkj­ana á Íslandi og verða til þess að auka arð­semi í íslenska raf­orku­geir­an­um. Þarna er um að ræða mjög áhuga­verða mögu­leika fyrir íslensk orku­fyr­ir­tæki. Til sam­an­burðar má hafa í huga að auka­greiðsl­urnar ein­ar, sem nýjar vind­virkj­anir í Nor­egi njóta vegna umrædds fyr­ir­komu­lags, eru oft hærri heldur en það sem stór­iðja hér greiðir íslensku orku­fyr­ir­tækjum fyrir raf­ork­una! Þetta á t.d. bæði við um raf­orku­verðið sem Elkem og Norð­urál greiða.

Pöyry spáir allt að 1.600 MW í vind­virkj­unum á Íslandi fyrir 2035

Sam­kvæmt skýrslu sem Kvika banki og Pöyry unnu nýlega fyrir Atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið er gert ráð fyrir því að skv. hárri sviðs­mynd kunni vind­virkj­anir á Íslandi að verða með 1.600 MW af upp­settu afli árið 2035 (þ.e. ef sæstrengur verður lagður milli Bret­lands og Íslands). Sam­kvæmt mið­spá eða mið-sviðs­mynd með sæstreng gera Kvika/Pöyry ráð fyrir 550 MW af vindafli.

Til sam­an­burðar má hafa í huga að sam­an­lagt afl allra virkj­ana á Íslandi núna er um 2.800 MW. Ef til sæstrengs kemur eru því, að mati Kviku/Pöyry, geysi­mikil vaxt­ar­tæki­færi í því að beisla vind­inn hér á landi. Og það jafn­vel þó svo miðað sé við mið­spá fyr­ir­tækj­anna, en ekki háu sviðs­mynd­ina.

Umfjöllun Kviku og Pöyry um íslenska vind­orku var mjög almenn

Í umræddri skýrslu Kviku/Pöyry kemur einnig fram það mat skýrslu­höf­unda að miðað við mið­spá verði vind­orka ekk­ert nýtt til raf­orku­fram­leiðslu hér nema með til­komu sæstrengs. Ólík­legt virð­ist að sú ályktun eða spá skýrslu­höf­unda gangi eft­ir; þarna virð­ast mögu­leikar íslenskrar vind­orku hafa verið van­metnir (og/eða hröð upp­bygg­ing nýrra jarð­varma­virkj­ana ofmet­in). Enda er aug­ljóst að skýrslu­höf­undar hug­uðu lítt að því hvað ódýr­ustu kostir í vindafli á Íslandi eru lík­legir til að kosta. Þess í stað virð­ist sem Kvika/Pöyry hafi látið nægja að setja með­al­verð á virkjun vind­orku og það verð er enn sem komið er nokkuð hátt.

Yfirlit um aukið afl á Íslandi, skv. skýrslu Kviku/Pöyry 2016

Fyrir vikið virð­ast álykt­anir skýrslu­höf­unda um tæki­færin í íslenskri vind­orku vera mjög almenns eðlis og óná­kvæm­ar. Ekki verður fram­hjá því litið hversu hag­kvæm og ódýr vind­orku­tæknin er orðin og að nokkrir eða jafn­vel margir staðir á Íslandi eru lík­legir til að geta skilað óvenju góðu nýt­ing­ar­hlut­falli. Að auki er lík­legt að kostn­aður í vind­orku­tækn­inni eigi eftir að lækka ennþá meira á kom­andi árum. Það virð­ist því hæpið að mið­spá Kviku/Pöyry um litla sem enga virkjun vind­orku hér án sæstrengs gangi eft­ir. En vissu­lega dregur hinn ein­hæfi aflok­aði íslenski raf­orku­mark­aður úr tæki­færum þess að virkja hér vind­inn, líkt og nefnt var fyrr í þess­ari grein.

Sæstrengur er ekki for­senda þess að virkja vind­inn á Íslandi

Tekið skal fram að Kvika/Pöyry álíta sæstreng ekki algera for­sendu þess að vindur verði virkj­aður á Íslandi. Í s.k. hárri sviðs­mynd fyr­ir­tækj­anna án sæstrengs er gert ráð fyrir að um 400 MW af vindafli rísi hér fyrir 2035. Skýrslu­höf­undar eru því ber­sýni­lega með­vit­aðir um að hér eru tæki­færi til að byggja upp sam­keppn­is­hæfar vinda­fls­stöðvar án sæstrengs — að því gefnu að eft­ir­spurn eftir raf­orku verði sterk. Enda segir bein­línis í skýrsl­unni að vind­orka gæti „orðið hag­kvæm­ari kostur en jarð­varma­virkj­anir í náinni fram­tíð“. Skýrslan var vel að merkja að mestu unnin á árinu 2015 og það vill svo til að nú árið 2017 virð­ist sem þessi „nána fram­tíð“ kunni að vera runnin upp.

Rísa hér 400 MW af vindafli á næsta ára­tug?

Að mati grein­ar­höf­undar er rök­rétt að hér rísi u.þ.b. 300–400 MW af vindafli innan eins til tveggja ára­tuga, jafn­vel þó svo engin ákvörðun verði tekin um sæstreng. Spá af þessu tagi má t.d. rök­styðja með því, að á þeim svæðum á Íslandi þar sem vind­að­stæður eru óvenju hag­stæðar er lík­legt að með­al­kostn­aður fram­leiddrar raf­orku á líf­tíma vind­virkj­unar sé lægri en sam­bæri­legur kostn­aður sumra þeirra jarð­varma­virkj­ana sem fyr­ir­hug­aðar eru skv. Ramma­á­ætl­un. Þess vegna eru góðar líkur á að hér verði tölu­verður áhugi á að virkja vind­orku jafn­vel án sæstrengs.

Teiknuð mynd Landsvirkjunar af Búrfellslundi.

Talan 300–400 MW er að sjálf­sögðu óviss og hún gæti orðið eitt­hvað lægri eða eitt­hvað hærri. Komi til sæstrengs yrði svo ennþá meiri íslensk vind­orka virkj­uð. En einnig þá er óvissan mik­il; mögu­lega myndi þetta ger­ast mjög rólega líkt og lág­spá Kviku/Pöyry gerir ráð fyr­ir. Mið­spá Kviku/Pöyry hljóðar upp á um 550 MW og háspá þeirra um 1.600 MW. Svo er ekki heldur úti­lokað að talan yrði ennþá hærri.

Vert er að hafa í huga að vind­orku­verk­efni kalla á ýmsar rann­sóknir og afar vand­aðan und­ir­bún­ing. Og hætt er við að upp­bygg­ingin verði ansið hæg ef Skipu­lags­stofnun eða Alþingi hyggst verða erf­iður þrösk­uldur á þeirri leið að Íslend­ingar nýti þetta hag­kvæma nátt­úru­afl sem vind­ur­inn er. Slíkt myndi einkum verða vatn á myllu kostn­að­ar­samra jarð­varma­verk­efna, sem er ekki endi­lega hag­kvæm­asta né umhverf­is­vænsta leiðin til að auka hér raf­orku­fram­boð.

Fram­tíð íslenskra vinda­fls­stöðva kann að vera björt, en er vissu­lega óviss

Þegar litið er til bæði hag­kvæmni og umhverf­is­á­hrifa — og vind­orka þar borin saman við vatns­afl og jarð­varma — virð­ist lík­legt að hér á Íslandi verði vind­orka tals­vert virkjuð og það jafn­vel þó svo ekki verði af sæstreng í bráð. Á vef Icelandic Energy Por­tal má sjá hvernig skipt­ingin í upp­bygg­ingu ein­stakra teg­unda af raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi á næstu tveimur ára­tugum gæti litið út. Að mati grein­ar­höf­undar er sú sviðs­mynd sem þar er sýnd, lík­legri til að ræt­ast heldur en mið­spáin í skýrslu Kviku/Pöyry.

Les­endur skulu þó minntir á að mögu­lega og kannski mjög lík­lega mun hvorki umrædd spá grein­ar­höf­undar né spá Kviku/Pöyry fylli­lega ræt­ast. Veru­leik­inn verður vafa­lítið eitt­hvað öðru­vísi og jafn­vel allt öðru­vísi. Þetta ættu einmitt að vera loka­orðin í öllum spám um þróun efna­hags­lífs — og þá ekki falin í örletri. En hvað sem því líður er ástæða til bjart­sýni um að vind­ur­inn skapi Íslandi senn ný og góð verð­mæti.

Fleira áhugavert: