Dýrafjarðargöng – Jarðstrengur í göngin
eftir
Vatnsidnadur
·
maí 11, 2017
Heimild:
Smella á myndir til að stækka
Til að auka öryggi flutningskerfisins á Vestfjörðum á að leggja 132 kV jarðstreng í fyrirhuguð Dýrafjarðargöng, milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, en áformað er að reka hann fyrst um sinn á 66 kV spennu.
Jarðstrengurinn mun leysa af hólmi hluta Breiðadalslínu 1, 66 kV loftlínu milli Mjólkár og Breiðadals, þar sem línan liggur yfir Flatsfjall í allt að 750 metra hæð yfir sjávarmáli og aðstæður eru erfiðar til viðhalds og viðgerða.
Tengivirkið við Mjólká og Breiðadalslína 1 í átt að Flatsfjalli
Lagning strengsins er áformuð samhliða jarðgangagerðinni og verður hann tæplega 13 km langur, frá tengivirki við Mjólká að fyrstu stæðu í Dýrafirði þar sem hann verður tengdur inn á Breiðadalslínu 1.
Með lagningu 132 kV strengs verður með einföldum hætti hægt að spennuhækka Breiðadalslínu 1 og eyða þannig mögulegum flöskuhálsi í flutningsgetu línunnar, sem er byggð fyrir þá spennu þó að hún sé nú rekin á 66 kV spennu.
Umhverfisáhrif jarðstrengsins eru metin óveruleg þar sem hann fylgir mannvirkjabelti samgangna og er ekki að valda nýju raski.
Tags: Jarðstrengur DýrafjarðargöngRaforka
Fleira áhugavert: