Vökvi með „neikvæðum massa“ ..eykur hraða afturábak?
Apríl 2017
Eðlisfræðingar hafa búið til vökva með „neikvæðum massa“ sem eykur hraða sinn aftur á bak þegar ýtt er á hann.
Venjan er að þegar ýtt er á hlut auki hann hraða sinn í sömu átt og aflið sem ýtir á hann. Þessu ferli er lýst í öðru lögmáli breska eðlifræðingsins Isaac Newton.
Fræðilega séð getur efni þó haft neikvæðan massa á sama hátt og rafhleðsla getur verið jákvæð eða neikvæð, að því er kemur fram á vef BBC.
Þessu er lýst í eðlisfræðitímaritinu Physical Review Letters.
Prófessorinn Peter Engels frá Washington State-háskólanum og samstarfsmenn hans kældu rúbídín-atóm nálægt alkuli (-273°C) og bjuggu til svokallaða Bose-Einstein-þéttingu. Í framhaldinu tókst þeim að búa til neikvæðan massa.
„Þegar neikvæður massi verður ýtir þú einhverju og það eykur hraða sinn á móti þér,“ sagði Michael Forbes, prófessor við háskólann í Washington, sem vann að rannsókninni.
„Það lítur út fyrir að rúbídínið rekist á ósýnilegan vegg.“
Tæknin sem vísindamennirnir hafa þróað verður notuð til að skilja betur hvernig neikvæður massi virkar.