Vökvi með „nei­kvæðum massa“ ..eykur hraða afturábak?

Heimild:  

 

Apríl 2017

Isaac Newt­on

Eðlis­fræðing­ar hafa búið til vökva með „nei­kvæðum massa“ sem eyk­ur hraða sinn aft­ur á bak þegar ýtt er á hann.

Venj­an er að þegar ýtt er á hlut auki hann hraða sinn í sömu átt og aflið sem ýtir á hann. Þessu ferli er lýst í öðru lög­máli breska eðli­fræðings­ins Isaac Newt­on.

Fræðilega séð get­ur efni þó haft nei­kvæðan massa á sama hátt og raf­hleðsla get­ur verið já­kvæð eða nei­kvæð, að því er kem­ur fram á vef BBC.

Þessu er lýst í eðlis­fræðitíma­rit­inu Physical Review Letters.

Pró­fess­or­inn Peter Eng­els frá Washingt­on State-há­skól­an­um og sam­starfs­menn hans kældu rúbídín-atóm ná­lægt al­kuli (-273°C) og bjuggu til svo­kallaða Bose-Ein­stein-þétt­ingu. Í fram­hald­inu tókst þeim að búa til nei­kvæðan massa.

„Þegar nei­kvæður massi verður ýtir þú ein­hverju og það eyk­ur hraða sinn á móti þér,“ sagði Michael For­bes, pró­fess­or við há­skól­ann í Washingt­on, sem vann að rann­sókn­inni.

„Það lít­ur út fyr­ir að rúbídínið rek­ist á ósýni­leg­an vegg.“

Tækn­in sem vís­inda­menn­irn­ir hafa þróað verður notuð til að skilja bet­ur hvernig nei­kvæður massi virk­ar.

Fleira áhugavert: