Vatnstjón Háskóla Íslands – Bil­un í grunn­vatns­dæl­um?

Heimild:  

 

2.Maí 2017

Gól­f­efni ónýt og hús­búnaður skemmd­ur

Deild­ar­stjóri fram­kvæmda- og tækni­sviðs Há­skóla Íslands tel­ur að tugþúsund­ir lítra af vatni hafi verið í stof­un­um tveim­ur þar sem vatns­tjón varð í skól­an­um í gær þegar að lek­inn upp­götvaðist. Í ann­arri stof­unni var 30 sm vatn og aðeins minna í hinni.

Um er að ræða stof­ur 102 og 105 sem taka báðar 180 manns í sæti. Próf sem áttu að fara fram í stof­un­um í dag voru flutt í hús­næði Há­skóla Íslands við Stakka­hlíð.

„Núna er verið að dæla út raka og þurrka stof­unn­ar. Öllu vatni var dælt út í gær­kvöldi og í nótt,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Pálma­son, deild­ar­stjóri fram­kvæmda- og tækni­sviðs Há­skóla Íslands í sam­tali við mbl.is.

Ekki er búið að meta skemmd­irn­ar en að sögn Vil­hjálms er gól­f­efnið í stof­un­um ónýtt og ein­hver hús­búnaður skemmd­ur ásamt tölvu­búnaði.

Vil­hjálm­ur tel­ur að það hafi verið bil­un í grunn­vatns­dæl­um sem olli lek­an­um en það er núna í skoðun. Hann tel­ur að byrjað hafa verið að leka tæp­um sól­ar­hring áður en lek­inn upp­götvaðist í gær.

Ekki er búið að meta skemmd­irn­ar en að sögn Vil­hjálms er gól­f­efnið í stof­un­um ónýtt og ein­hver hús­búnaður skemmd­ur ásamt tölvu­búnaði. Ljós­mynd/​Há­skóli Íslands

1.Maí 2017

Mik­ill vatnsleki í Há­skóla Íslands

Mik­ill vatnsleki kom upp í einni af bygg­ing­um Há­skóla Íslands nú í kvöld. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu var kallað út á átt­unda tím­an­um í kvöld og var að sögn slökkviliðsmanna mikið vatn á gólf­um bygg­ing­ar­inn­ar, sem er um 300 fer­metr­ar og hýs­ir m.a. Há­skóla­torgið.

Ekki er vitað hvað olli vatnslek­an­um, né held­ur hversu mikl­ar skemmd­ir hafa orðið. Slökkviliðsmenn voru að störf­um í Sæ­mund­arg­arði við að dæla vatni til að ganga tíu í kvöld, en aðrir verk­tak­ar hafa nú tekið við dæl­i­starf­inu sem ekki er enn lokið.

„Þeir verða ör­ugg­lega í alla nótt að dæla,“ sagði vakt­maður hjá slökkviliðinu í sam­tali við mbl.is um ell­efu­leytið.

Fleira áhugavert: