Kársnesið – 4 milljarða íbúðarkjarni

Heimild:  

 

Apriíl 2017

Fyrsta skóflu­stunga að nýj­um íbúðakjarna við Hafn­ar­braut 9–15 á Kárs­nesi í Kópa­vogi var tek­in á föstu­dag­inn. Þar munu rísa 78 nýj­ar íbúðir, auk þess sem gerðar verða upp 39 íbúðir sem þar eru fyr­ir. Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi, og Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs og skipu­lags­ráðs Kópa­vogs, tóku fyrstu skóflu­stung­una. Kárs­nes­byggð ehf. er fram­kvæmd­araðili verk­efn­is­ins en bygg­ing­araðili er Íslensk­ar fast­eign­ir ehf. Eig­end­ur Kárs­nes­byggðar ehf. eru Kvika banki og Kárs­nes fast­eign­ir ehf., sem er fé­lag í eigu Íslenskr­ar fjár­fest­ing­ar ehf.

Greint er frá þessu í frétta­til­kynn­ingu. Þar kem­ur fram að verkið sé full­fjár­magnað en bú­ast má við að kostnaður verði tæp­ir 4 millj­arðar króna. Teikni­stof­an Tröð hannaði íbúðakjarn­ann en þar verða íbúðir sem henta stór­um jafnt sem litl­um fjöl­skyld­um. Lögð var áhersla á vel skipu­lagðar og þar með hag­kvæm­ar íbúðir til að sporna gegn háu hús­næðis­verði.

Byggðar verða 78 nýj­ar íbúðir auk þess sem gerðar verða upp 39 íbúðir sem þar eru fyr­ir.

Haft er eft­ir Ármanni að Kópa­vogs­bær hafi á und­an­förn­um miss­er­um lagt mikla áherslu á skipu­lagn­ingu upp­bygg­ing­ar á vest­an­verðu Kárs­nes­inu, en sam­kvæmt nú­gild­andi aðal­skipu­lagi mun iðnaður að stór­um hluta víkja fyr­ir nýj­um íbúðum, versl­un og þjón­ustu­hús­næði á næstu fjór­um til fimm árum. „Þá er einnig horft til þess að borg­ar­lín­an fari yfir Foss­vog­inn um nýja brú sem nú er í skipu­lags­ferli. Brú­in, sem verður fyr­ir gang­andi, hjólandi og al­menn­ings­sam­göng­ur, mun hafa mik­il áhrif á ferðavenj­ur Kárs­nes­búa. Hér er verið að taka fyrstu skref­in í upp­bygg­ingu sem mun breyta ásýnd þessa hluta Kárs­ness­ins og því spenn­andi tím­ar framund­an,“ er haft eft­ir Ármanni.

Ármann Kr. Ólafs­son, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, ásamt Theo­dóru S. Þor­steins­dótt­ur, for­manni bæj­ar­ráðs og skipu­lags­ráðs Kópa­vogs taka fyrstu skóflu­stung­una. Með þeim á mynd­inni eru Hjört­ur Geir Björns­son, Sig­urður Guðmunds­son, Hans-Olav And­er­sen, Linda Metúsalems­dótt­ir, Hall­grím­ur Magnús­son, Sveinn Björns­son og Birg­ir Sig­urðsson, skipu­lags­stjóri Kópa­vogs. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar

Að sögn Theó­dóru hef­ur mikið verið lagt upp úr því að vinna með heild­ar­mynd­ina á Kárs­nes­inu og var þátt­tak­an í Nordic Built sam­keppn­inni
mik­ill inn­blást­ur hvað það varðar. Lögð hef­ur verið mik­il áhersla á sam­ráð við íbúa Kárs­ness í skipu­lags­ferl­inu og hafa sjón­ar­mið íbúa haft mik­il áhrif á skipu­lag svæðis­ins. Þá mun öll um­gjörð hafn­ar­inn­ar breyt­ast mikið og mun það án efa ýta und­ir ferðaþjón­ustu­tengda starf­semi á svæðinu.

Þá er einnig vitnað í Svein Björns­son, fram­kvæmda­stjóra Íslenskra fast­eigna ehf., sem  seg­ir upp­bygg­ing­una sem framund­an er á Kárs­nes­inu spenn­andi og að gam­an verði að taka þátt í henni. „Við reikn­um með því að byggja upp 200–300 íbúðir á næstu þrem­ur til fjór­um  árum á þess­um hluta Kárs­ness­ins og á þeim tíma mun allt svæðið gjör­breyt­ast. Þetta er fyrsti áfang­inn og okk­ur finnst mik­il­vægt að þessi upp­bygg­ing gangi vel, enda búið að leggja mikla vinnu í að end­ur­skipu­leggja stór­an hluta af þess­um parti af Kárs­nes­inu. Ver­káætl­un ger­ir ráð fyr­ir að íbúðirn­ar verði til­bún­ar í byrj­un árs 2019,“ er haft eft­ir Sveini.

Fleira áhugavert: