United Silicon – Úrbótaþörf á mengunarvörnum?

Heimild:  

 

Mars 2017

Smella á mynd til að stækka

United Sil­icon fær ekki sex mán­aða frest til úrbóta á mengun sem berst frá kís­il­verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins í Helgu­vík og öðrum frá­vikum frá starfs­leyfi þess, líkt og fyr­ir­tækið hafði óskað eft­ir. Þetta kemur fram í bréfi Umhverf­is­stofn­unar til United Sil­icon, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Því þarf að fara fram verk­fræði­leg úttekt á hönnun og rekstri verk­smið­unn­ar, og á næstu vikum mun Umhverf­is­stofnun leita eftir til­boðum í slíka úttekt, en það verður gert á kostnað United Sil­icon. Þangað til nið­ur­staða liggur fyrir um þörf­ina á umbótum sam­kvæmt slíkri rann­sókn má kís­il­verk­smiðjan ekki starfa, nema reka einn ljós­boga­ofn.

Fyr­ir­tækið hafði farið fram á að fá frest­inn til að bæta úr frá­vikum og ganga frá úrbótum á meng­un­ar­varna­bún­aði og meng­un­ar­vörnum sem og orsök og upp­tök lykt­ar­meng­un­ar. Mikið hefur verið fjallað um mengun frá kís­il­verk­smiðj­unni í fjöl­miðlum und­an­far­ið.

Fyr­ir­tækið sagði í svar­bréfi sínu til Umhverf­is­stofn­un­ar, þar sem óskað var eftir frest­in­um, að mengun og önnur frá­vik hafi fyrst og fremst verið vegna byrj­un­arörð­ug­leika sem hafi valdið ófyr­ir­séðum ofn­stöðv­un­um. Fyr­ir­tækið telur það ekki óal­gengt þegar um jafn umfangs­mikla starf­semi sé að ræða, og að Umhverf­is­stofnun sé að áforma of íþyngj­andi úrræði. Því var farið fram á að hætt yrði við verk­fræði­lega úttekt og fyr­ir­tækið fengi hálfs árs frest til að bæta úr.

Umhverf­is­stofnun segir að vegna umfangs­mik­illa og og end­ur­tek­inna rekstr­ar­vanda­mála sé umfang eft­ir­lits með verk­smiðj­unni for­dæma­laust. Þá hafi rekstur verk­smiðj­unnar sér­stöðu hvað varðar eðli, umfang fram­leiðslu og nálægð við íbúa­byggð. Umhverf­is­stofnun telur því að sex mán­aða frestur til úrbóta sé of langur tími, og „mik­il­vægt að nú þegar verði í var­úð­ar­skyni stigin mark­viss skref til að ná betri tökum á rekstri verk­smiðju Sam­ein­aðs Síli­kons hf. hvað varðar meng­un­ar­varn­ir.“

Fleira áhugavert: