Skútuvogur – 10.000 fer­metra at­vinnu­hús­næði

Heimild:  

 

Mars 2017

Fast­eigna­fé­lagið Reit­ir ætl­ar að byggja tíu þúsund fer­metra at­vinnu­hús­næði í Skútu­vogi sem á að hýsa versl­un, iðnað eða vöru­geymsl­ur. Reit­ir hafa aug­lýst eft­ir leigu­tök­um stefnt er að því að semja við tvo eða fleiri um starf­semi í hús­inu.

Í aug­lýs­ingu á vefsíðu Reita kem­ur fram að horft sé til þess að hanna og þróa húsið í sam­starfi við vænt­an­leg­an leigu­taka sem mun þannig gef­ast kost­ur á því að fá sér­hannað hús­næði utan um starf­sem­ina.

Sam­kvæmt gild­andi deili­skipu­lagi er heim­ilt að byggja 8.200 fer­metra að grunn­fleti og 11.200 fer­metra með milli­gólf­um.

Í aug­lýs­ingu seg­ir að fyrst og fremst sé horft til þess að á lóðinni rísi nú­tíma­legt vöru­hús enda sé staðsetn­ing lóðar afar góð með til­liti til vöru­dreif­ing­ar. Önnur starf­semi komi einnig til greina en í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur er gert ráð fyr­ir rým­is­frekri versl­un, heild­sölu, þjón­ustu og létt­um iðnaði. Stutt er í hafn­ar­svæði bæði hjá Eim­skip og Sam­skip en einnig er lóðin vel staðsett með til­liti til nýs íbúðar­hverf­is, Voga­byggðar.

Fleira áhugavert: