Hitaveitutankar í Öskjuhlíð – Reykjavíkurborg kaupir tvo

Heimild:  

 

Febrúar 2017

Smella mynd til að stækka


R
eykjavíkurborg hefur keypt tvo af hitaveitutönkum Veitna í Öskjuhlíð. Kaupin voru samþykkt á fundi borgarráðs nú fyrir helgi og nemur kaupverðið 380 milljónum króna.

Reykjavíkurborg á Perluna sem stendur á hitaveitutönkunum auk þess sem borgin hefur haft einn þeirra á þurrleigu. Sá tankur hefur verið leigður til Perlu norðursins undir safnastarfsemi. Áhugi er fyrir því hjá borginni og Perlu norðursins að tæma annan tank fyrir sýningarrými.

Á móti fá Veitur ohf leyfi til að byggja 7715 rúmmetra tankrými í næsta nágrenni við Perluna til að tryggja að ætíð sé nægt heitt vatn til dreifingar í vesturborginni. Samkomulagið er með þeim fyrirvara að nauðsynleg leyfi fáist innan tveggja ára fyrir byggingu þeirra ella falli það úr gildi.

 

Fleira áhugavert: