Sól­ar og vindorka – Óýrara en jarðefnaeldsneyti..

Heimild:  

 

Sól­ar­sell­ur í Frakklandi. Sól­ar­orka hef­ur lækkað veru­lega í verði und­an­far­in miss­eri. AFP

Febrúar 2017

Sól­ar- og vindorka kost­ar nú jafn­mikið eða er ódýr­ari í fram­leiðslu en jarðefna­eldsneyti í fleiri en þrjá­tíu lönd­um sam­kvæmt skýrslu Alþjóðlegu efna­hags­stofn­un­ar­inn­ar. Stofn­un­in tel­ur end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa komna að straum­hvörf­um og að þeir muni standa jafn­fæt­is öðrum kost­um á næstu árum í flest­um lönd­um.

Kostnaður við sól­ar- og vindorku hef­ur dreg­ist veru­lega sam­an á und­an­förn­um árum og hef­ur hlut­deild þeirra í orku­bú­skap auk­ist hröðum skref­um. Í Banda­ríkj­un­um bættu raf­orku­fyr­ir­tæki 9,5 gíga­vött­um frá sól­ar­orku við raf­orku­kerfið. Þegar sól­ar­sell­ur sem sett­ar hafa verið upp á íbúðar­hús­um og fyr­ir­tækj­um eru tek­in með í reikn­ing­inn jókst fram­leiðslu­get­an um 11,2 gíga­vött í fyrra. Af viðbót­um við raf­orku­kerfið kom stærsti ein­staki hlut­inn frá sól­ar­orku.

Þrátt fyr­ir þetta er fjár­fest­ing í end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um langt fyr­ir neðan það sem til þarf til þess að gera mann­kyn­inu kleift að forðast hætt­ur hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar. Í skýrslu Alþjóðlegu efna­hags­stofn­un­ar­inn­ar kem­ur fram að fjár­fest var fyr­ir 286 millj­arða doll­ara á síðasta ári. Það sé aðeins fjórðung­ur af þeirri einni millj­ón millj­óna sem aðild­ar­ríki Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins stefna að.

Stofn­un­in seg­ir að hindr­an­ir í vegi fjár­fest­ing­ar í grænni orku séu aðallega póli­tísks eðlis frek­ar en efna­hags­legs. Samn­ing­ar séu ekki sam­ræmd­ir, óvissa ríki um reglu­verk og fjár­mála­stofn­an­ir hafi ekki búið til fjár­fest­inga­kosti fyr­ir al­menna fjár­festa.

Spár gera engu að síður ráð fyr­ir að sól­ar­orka verði tvö­falt ódýr­ari en raf­orka sem fram­leidd er með kol­um eða jarðgasi inn­an eins til tveggja ára­tuga.

Um­fjöll­un Quarz um skýrslu Alþjóðlegu efna­hags­stofn­un­ar­inn­ar

Fleira áhugavert: