Djúpborun – Bylt­ing­ á heimsvísu?

Heimild:  

 

Febrúrar 2017

Virkjanir HS Orku á Reykjanesi.Árang­ur jarðhita­bor­un­ar, á tæp­lega fimm kíló­metra dýpi á Reykja­nesi, gæti leitt til bylt­ing­ar í jarðhitaiðnaði á heimsvísu. Þetta seg­ir Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku, sem stóð fyr­ir bor­un­inni.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Ásgeir að borað hafi verið niður á 4.650 metra dýpi, en venj­an er að bora niður á um 2.500 til 3.000 metra dýpi.

„Við fór­um því dá­lítið mikið dýpra.“

Aðspurður seg­ir Ásgeir að ekki sé vitað hversu heit bor­hol­an verði.

„Við vit­um það ekki ná­kvæm­lega. Á meðan við vor­um að vinna verkið og bora hol­una, þá héld­um við henni alltaf kaldri með því að dæla köldu vatni niður. En eft­ir stutt­an upp­hit­un­ar­tíma, eins og við köll­um það, erum við bún­ir að mæla 427 stiga hita. Við bú­umst við að hún verði tölu­vert heit­ari en það.“

Þar með seg­ir hann að meg­in­mark­miði verk­efn­is­ins hafi verið náð, að kom­ast yfir 400 stiga hita.

 

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.

Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku.

Gef­ur fyr­ir­heit um nýt­ingu

Þegar komið er niður á þetta dýpi seg­ir hann þá að hægt sé að bora víðar en á há­hita­svæðum. Þau geti nefni­lega mörg hver verið erfið viður­eign­ar.

„En þetta gef­ur fyr­ir­heit um nýt­ingu annarra há­hita­svæða, bæði á Íslandi og er­lend­is, á þetta miklu dýpi. Þetta er svo­lít­ill ís­brjót­ur ef svo má segja, þetta er fyrsta verk­efnið í heim­in­um sem fer á þess­ar slóðir, í sam­bandi við hita­stig og dýpi,“ seg­ir Ásgeir og bæt­ir við að ár­ang­ur­inn geti leitt til bylt­ing­ar í þess­um iðnaði.

„Stóra mark­miðið er nátt­úru­lega að reyna að minnka um­hverf­isáhrif orku­vinnsl­unn­ar, með því að geta kom­ist af með færri hol­ur, og fá von­andi það mikla orku að hlut­falls­leg­ur kostnaður verði lægri en hann er í dag.“

 

Borkjarni sem tekinn var 4.634 metra dýpi.

Borkjarni sem tek­inn var 4.634 metra dýpi. Ljós­mynd/​HS Orka

Tveir plús tveir meira en fjór­ir

Norska olíu- og gas­fyr­ir­tækið Statoil kom að djúp­bor­un­inni, og reynd­ist þekk­ing starfs­manna þess dýr­mæt í ferl­inu.

„Þeir eru með virki­lega víðtæka þekk­ingu á bor­un­um í djúp jarðlög og við erfiðar aðstæður, þó ekki í jarðhita, og þeirra þekk­ing sam­an­lögð við okk­ar ein­fald­lega styrkti verk­efnið mjög. Þarna voru tveir plús tveir ein­fald­lega meira en fjór­ir,“ seg­ir Ásgeir, og bæt­ir við að verk­efnið hafi vakið mikla at­hygli er­lend­is.

„Jarðfræði- og jarðhitavís­inda­heim­ur­inn fylg­ist all­ur með fram­vindu þessa verk­efn­is, og við höf­um fengið ótrú­lega mikla um­fjöll­un út á þetta, jafn­vel án þess að kalla nokkuð eft­ir því.“

 

Sjá má hvernig borholan teygir sig mun neðar en þær ...

Sjá má hvernig bor­hol­an teyg­ir sig mun neðar en þær sem fyr­ir eru. Graf/​ISOR

Færri hol­ur fyr­ir sömu orku

Nú tek­ur við næsta verk­efni, að rann­saka hol­una bet­ur og sjá hvað hægt er að fram­leiða úr henni. Von­ir standa til þess að djúp­ar bor­hol­ur sem þess­ar séu um­hverf­i­s­vænni en þær grynnri.

„Það er ljóst að með þess­ari tækni þarf að bora færri hol­ur til að fá sömu orku,“ seg­ir Ásgeir.

Talið er að úr hverri djúp­bor­un geti feng­ist 30 til 50 meg­awött, en venju­leg hola gef­ur að jafnaði um 5 til 10 meg­awött.

„Í staðinn fyr­ir 30 hol­ur til að anna raf­orkuþörf höfuðborg­ar­svæðis­ins, þá þyrfti kannski bara fimm svona.“

Fleira áhugavert: