Nýtt 100 herbergja hót­el á Hvols­velli?

Heimild:  

 

Febrúar 2007

Sveit­ar­stjórn Rangárþings eystra hef­ur samþykkt að út­hluta fyr­ir­tæk­inu 9X­ING ehf. lóð fyr­ir hót­el á Hvols­velli. Áform­ar fyr­ir­tækið að byggja allt að 100 her­bergja hót­el á lóðinni.

For­svarsmaður fyr­ir­tæk­is­ins, Xinglin Xu, er kín­versk­ur en hef­ur starfað við ferðaþjón­ustu hér á landi í sex ár. Hann sótti áður um stóra hót­ellóð í Vík í Mýr­dal en varð und­ir í sam­keppni um hana.

Lóðin er núm­er 8 við Dufþaks­braut og ligg­ur að Suður­lands­vegi skammt aust­an gatna­móta Fljóts­hlíðar­veg­ar. Svæðið er fyr­ir versl­un og þjón­ustu, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Hótellóðin í bænum er á auða svæðinu, norðan Suðurlandsvegar, fyrir ...

Hót­ellóðin í bæn­um er á auða svæðinu, norðan Suður­lands­veg­ar, fyr­ir miðri mynd. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Fleira áhugavert: