Nýtt 100 herbergja hótel á Hvolsvelli?
Febrúar 2007
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að úthluta fyrirtækinu 9XING ehf. lóð fyrir hótel á Hvolsvelli. Áformar fyrirtækið að byggja allt að 100 herbergja hótel á lóðinni.
Forsvarsmaður fyrirtækisins, Xinglin Xu, er kínverskur en hefur starfað við ferðaþjónustu hér á landi í sex ár. Hann sótti áður um stóra hótellóð í Vík í Mýrdal en varð undir í samkeppni um hana.
Lóðin er númer 8 við Dufþaksbraut og liggur að Suðurlandsvegi skammt austan gatnamóta Fljótshlíðarvegar. Svæðið er fyrir verslun og þjónustu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.