Er orku­ör­yggi íslendinga í hættu eft­ir 2020?

Heimild:  

 

Febrúar 2017

Haldi al­menn­ur vöxt­ur í raf­orku­notk­un áfram hér á landi á næstu árum án þess að fjár­fest verði í frek­ari orku­fram­leiðslu munu Íslend­ing­ar standa frammi fyr­ir mögu­leg­um vanda varðandi orku­ör­yggi á kom­andi árum. Þetta kem­ur fram í skýrslu sem unn­in var af sér­fræðing­um frá há­skóla­stofn­un­um MIT í Banda­ríkj­un­um og IIT Comillas á Spáni um orku­ör­yggi sem unn­in var fyr­ir Orku­stofn­un, Lands­virkj­un og Landsnet. Niður­stöður skýrsl­unn­ar voru kynnt­ar á fundi í hús­næði Orku­stofn­un­ar í dag.

Ignacio J. Perez-Arriaga, pró­fess­or við MIT, kynnti skýrsl­una og sagði vanda­málið hér á landi vera raf­magns­kerfi sem er ein­angrað og gæti þar af leiðandi lent í vand­ræðum ef upp kæmu vanda­mál við orku­fram­leiðslu, til dæm­is ef vet­ur væri hlýr og lítið væri um vatn til að fylla upp miðlun­ar­lón. Þá sagði hann að dreifi­kerfið hér á landi væri ekki nægj­an­lega gott þar sem stífla gæti mynd­ast á milli vest­ur- og aust­ur­hlut­ans. Þá kom einnig fram í skýrsl­unni að ráðast þyrfti í stefnu­mót­un varðandi raf­orku­upp­bygg­ingu hér á landi til lengri tíma hvað varðar vöxt, fram­leiðslu, flutn­ing og sölu.

 

Vax­andi eft­ir­spurn kall­ar á meiri fram­leiðslu

Perez-Arriaga seg­ir að þrátt fyr­ir að hóp­ur­inn hafi bent á nokkra veik­leika í ís­lensku raf­orku­kerfi og komið með til­lög­ur að bót­um standi Ísland al­mennt mjög vel miðað við önn­ur lönd í þessu sam­hengi. Þannig sé raf­orku­fram­leiðsla hér þegar án út­blást­urs kolt­ví­sýr­ings og landið sé sjálf­bært um raf­orku. Það sé til dæm­is allt önn­ur staða en heima­land hans Spánn búi við sem hafi alla tíð flutt inn mikið magn raf­orku. „En með vax­andi eft­ir­spurn þurfið þið að fram­leiða meira raf­magn,“ seg­ir hann og vís­ar þar til lít­illa og meðal­stórra not­enda.

Vanda­málið með upp­bygg­ing­una hér er að hans sögn að það geti vantað frum­kvæði í upp­bygg­ing­una sam­hliða því að eng­in op­in­ber orku­stefna sé um hvert skuli stefna í þess­um efn­um, hvort auka eigi fram­leiðslu og þá um hversu mikið og hvernig orku­vinnsla eigi að vera í for­gangi.

 

Vilja að rík­is­valdið ákveði virkj­ana­kosti og bjóði þá út

Í skýrsl­unni er bent á að gera þurfi stefnu sem sé áhuga­verð fyr­ir fjár­festa. Leggja skýrslu­höf­und­ar meðal ann­ars til að far­in sé svipuð leið og í Evr­ópu og víða í Banda­ríkj­un­um þar sem notaðar séu ákveðnar markaðslausn­ir við að fá verð fyr­ir auðlind­irn­ar. Hið op­in­bera ákveði þar staði og fram­kvæmd­ir sem megi fara í, en bjóði svo út viðkom­andi stað, í stað þess að orku­fyr­ir­tæk­in standi í rann­sókn­um og leggi til að fara í ákveðna staði.

Ignacio J. Perez-Arriaga, prófessor við MIT.

Ignacio J. Perez-Arriaga, prófessor við MIT.

Huga þarf að orku­ör­yggi al­menn­ings og minni fyr­ir­tækja

Hluti af orku­ör­yggi er að sögn Perez-Arriaga að al­menn­ing­ur og lít­il og miðlungs­stór fyr­ir­tæki hafi greiðan aðgang að raf­magni á viðráðan­legu verði. Þetta séu þeir sem ekki geri lang­tíma­samn­inga við orku­fyr­ir­tæk­in eins og stóriðju­fyr­ir­tæki og í dag sé þetta ört stækk­andi hóp­ur hér á landi. Hann seg­ir þá hug­mynd sem skýrslu­höf­und­ar horfi til varðandi að tryggja stöðugt verð til þessa hóps sé að dreif­ing­araðili eins og Landsnet láti orku­fyr­ir­tæk­in bjóða í þessa sölu. Þannig sé ör­uggt að ákveðinn hluti raf­orkunn­ar fari í smá­sölu og líka að verðið taki ekki kippi upp á við ef til markaðsbrests kem­ur á raf­orku­markaðinum. Var lagt til að samið yrði til 5-10 ára við nýj­ar virkj­an­ir, en jafn­vel ár­lega við nú­ver­andi virkj­an­ir.

Perez-Arriaga seg­ir að miðað við stöðuna í dag og áætlaða þróun í raf­orku­notk­un ættu Íslend­ing­ar að geta stundað „bus­iness as usual“ áfram til árs­ins 2020 og að ekki væri hætta á skertu orku­ör­yggi nema í al­gjör­um und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um, til dæm­is ef það komi mjög heit­ir vet­ur eða þurr­ir og ekki ná­ist að safna nægj­an­lega miklu í miðlun­ar­lón­in yfir sum­ar­tím­ann. Aft­ur á móti muni Íslend­ing­ar ekki kom­ast af til árs­ins 2030 miðað við óbreytt ástand að hans sögn. Þar þurfi að koma til fjár­fest­inga í fram­leiðslu, því ann­ars sé orku­ör­ygg­inu ógnað.

 

Bera sam­an mis­mun­andi upp­bygg­ing­ar­leiðir flutn­ings­kerf­is­ins

Sem fyrr seg­ir benti hóp­ur­inn á tak­mark­an­ir á flutn­ings­kerf­inu sem Perez-Arriaga sagði verða að ráðast strax í að bæta. Hóp­ur­inn hafði skoðað gaum­gæfi­lega bæði svo­kallaða hring­leið með upp­bygg­ingu á flutn­ings­kerf­inu hring­inn í kring­um landið og svo með upp­bygg­ingu „T-leiðar“ en þá er byggð lína yfir miðhá­lendið.

Perez-Arriaga sagði kostnaðinn við fyrri kost­inn vera um 49,4 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala á meðan T-leiðin kostaði 33,1 til 53 millj­ón­ir dala, eft­ir því hvort lögð yrði loftlína eða jarðstreng­ur. Sagði hann hring­veg­inn því að jafnaði vænt­an­lega vera dýr­ari kost, en á móti kæmi að hann myndi leysa fleiri vanda­mál varðandi flutn­ings­kerfið en T-leiðin. Sagði hann helstu óviss­una með há­lend­is­línu vera veður og viðhaldskostnað sem gæti hækkað kostnaðinn við þá línu eitt­hvað. Helstu um­hverf­isþætt­ir sem þarf að hafa í huga við báðar þess­ar leiðir er að hans sögn að með T-leiðinni er farið yfir há­lendið, en raflínu­lögn þar hef­ur jafn­an mætt nokk­urri and­stöðu. Varðandi hring­leiðina seg­ir hann að leggja þyrfti raflín­ur sunn­an Vatna­jök­uls við Jök­uls­ár­lón.

 

Aðeins raun­hæft ef mjög gott verð fæst gegn­um sæ­streng

Skýrslu­höf­und­ar fjalla einnig um mögu­leg­an sæ­streng til Bret­lands og áhrif hans á orku­ör­yggi. Seg­ir Perez-Arriaga að slík­ur streng­ur sé það besta sem í boði sé varðandi full­komið orku­ör­yggi. Þá hafi menn aðgang að raf­orku frá Evr­ópu ef eitt­hvað komi upp á hér á landi. Á móti seg­ir hann að til að sæ­streng­ur sé raun­hæf­ur þurfi að auka raf­orku­fram­leiðslu um 1.000 mega­vött og að mun ódýr­ari lausn til að ná næst­um sama orku­ör­yggi sé ein­fald­lega að byggja upp frek­ari raf­orku­fram­leiðslu hér á landi án sæ­strengs. Sagði hann að til að streng­ur­inn myndi borga sig fjár­hags­lega þyrfti einnig að semja við Breta um auka­álag vegna græns upp­runa ork­unn­ar hér á landi og að slíkt álag þyrfti að vera um­tals­vert. „Sæ­streng­ur­inn er ekki góður nema þið fáið mjög gott verð,“ sagði hann á fund­in­um og bætti við að hann gæti ekki svarað því hvort slíkt væri raun­hæft.

Fleira áhugavert: