Vatnsúðakerfi kom í veg fyrir stórtjón
Mars 1997
Vatnsúðakerfi kom í veg fyrir stórtjón, bruni í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki
Um klukkan hálf ellefu á sunnudagskvöld varð vegfarandi sem leið átti um Sauðárhlíð þess var að aðvörunarbjöllur á Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans voru í gangi. Kallaði hann út slökkvilið og lögreglu og voru þessir aðilar komnir á staðinn innan fárra mínútna.
Í ljós kom að eldur hafði kviknað á kennarastofu skólans út frá eldavél en vatnsúðakerfi sem í skólahúsinu er hafði sannað gildi sitt og slökkt eldinn þegar að var komið. Mikill
reykur var í húsinu og tók það slökkviliðsmenn nokkurn tíma að reykræsta húsið og dæla út vatni sem flæddi um gólf.
Að sögn Óskars Óskarssonar, slökkviliðsstjóra, er ljóst að hér hefði geta orðið stjórtjón hefði ekki verið vatnsúðakerfi í húsinu þar sem nemendum eru nú komnir í páskaleyfi og lágmarksumgangur um húsið. Aðeins einn stútur fór í gang og urði því litlar skemmdir á húsgögnum og innanstokksmunum á kennarastofunni, aðeins brann innrétting í eldhúskrók og umhverfi eldavélar. Vatnstjón varð einnig óverulegt þar sem svo fljótt varð vart við aðvörunarbjölluna.