Ofurþéttar – Raunhæft fyrir rafbíla?
Janúar 2017
Nýjar tímamóta rannsóknir með rafhlöður og ofurþétta sem hafa verið unnar af Háskólanum í Surrey og fyrirtækinu Augmented Optics Ltd, í samstarfi við Háskólann í Bristol hafa opnað á nýja og byltingarkennda tækni sem talin er nýtast þeim heimilistækjum sem hingað til hafa treyst á orku frá rafhlöðum.
Tæknin gengur út á nýja tegund af ofur-þéttum (high energy density super-capacitors) sem safna og geyma mikið magn orku. Þessir þéttar ná hleðslu á mjög stuttum tíma. Með þessari tækni má fullhlaða tæki eins og fartölvur og síma á örfáum sekúndum.
Þessi tækni er ekki alveg óþekkt meðal annars hafa Kínverjar notað almenningsvagna í nokkurt tíma sem fá orku sína frá ofur-þéttum. Með tækninni frá Augmented Optics Ltd, er talið að Kínverjar gætu aukið drægi þessara vagna verulega.
Nánar má lesa um þessa tækni hér