Hvað gerir íbúð góða?
Smella á mynd til að heyra umfjöllun
Almenna íbúðafélagið sem er félag í eigu ASÍ og BSRB hyggst byggja 1000 íbúðir í Reykjavík á næstu fjórum árum. Reykjavíkurborg bauð af þessu tilefni til vinnustofu um uppbyggingu leiguíbúða á vegum Almenna íbúðafélagsins. Þar var m.a. rætt um hvað gerði íbúð góða, hverskonar samfélag sé æskilegt að myndist á svæðinu og hverju fólk vilji deila með nágrönnum sínum. Í Samfélaginu er rætt við Ólöfu Örvarsdottur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um þessa aðferð og hvernig hún nýtist.