Efri Reykir – Baðlón og 100 herbergja hótel

Heimild:  verkís

 

efri-reykirÞróunarfélagið Reykir ehf. áformar byggingu baðlóns og 100 herbergja hótels á Efri-Reykjum í Biskupstungum.

efri-reykir-a

Smella á til að lesa umfjöllun

Áform eru uppi um að byggja baðlón og hótel á Efri-Reykjum í Biskupstungum, um miðja vegu á milli Laugarvatns og Úthlíðar.  Hugmyndirnar voru kynntar á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á dögunum og samþykkt var að gera ráð fyrir þeim í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Um er að ræða tvö þúsund fermetra baðlón/laug í landi Efri-Reykja, rétt við Brúará, Reykjaveg og Laugarvatnsveg, ásamt þjónustubyggingu og 100 herbergja hóteli, aðstöðuhúsi fyrir starfsmenn og möguleika á stækkun hótelsins.  Þjónustubyggingin yrði 3.500-4.000 fermetrar, hótelið 5.500-6.000 fermetrar og stækkunarmöguleikar á 3.000-4.000 fermetrum. Aðstöðuhús fyrir starfsmenn yrði 400-500 fermetrar að flatarmáli, ef af þeim framkvæmdum verður.

Verkís hefur aðstoðað þróunarfélagið Reyki ehf., við undirbúning og útfærslu verkefnisins en ráðgjöfin snýr bæði að tæknilegum úrlausnum og greiningu kostnaðar.

 

efri-reykir-b

Smella á mynd til að sjá myndband

Fleira áhugavert: