Af hverju eru Norðmenn að hverfa frá rammaáætlun?

Heimild:  orkustofnun5

 

noregur24.11.2016

Þann 11. október síðastliðinn birtist frétt á vef Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE) þess efnis að Norska Stórþingið hafi ákveðið að hverfa frá rammaáætlun fyrir virkjanir í Noregi. Þar eru raktar helstu ástæður þessarar ákvörðunar. Í fyrsta kafla þessa yfirgripsmikla skjals sem ber yfirskriftina Endurnýjanlegir orkugjafar sem undirstaða fyrir loftslagsvæna velferð og verðmætasköpun gefur góða innsýn í helstu ástæður fyrir þessari ákvörðun Norðmanna. Þar kemur meðal annars fram að Norðmenn telja að auka þurfi afhendingaröryggi raforku og byggja upp arðbæra raforkuframleiðslu á grundvelli endurnýjanlegrar orku.

Norðmenn hafi í orkustefnu sinni lagt áherslu á skilvirka nýtingu á endurnýjanlegri og loftslagsvænni orku, því þetta telja þeir vera mikilvægan grundvöll fyrir áframhaldandi þróun atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu. Einnig er eitt af markmiðunum að auka skilvirkni við leyfisveitingar.

Miðlanlegt vatnsafl verður sífellt verðmætara þegar aukin framleiðsla endurnýjanlegrar raforku byggir í auknum mæli á vindorku og sólarorku sem ekki verður stýrt. Norska ríkisstjórnin vill bæta meiru miðlanlegu vatnsafli við núverandi kerfi og stuðla að virkum markaði og meiri samkeppni. Það er mat norskra stjórnvalda að virkur raforkumarkaður og samkeppni séu forsendur fyrir hagkvæmri nýtingu.

noregur-aStórar og smáar vatnsaflsvirkjanir vítt og breitt um Noreg hafa stuðlað að uppbyggingu flutnings- og dreifikerfis og stuðlað að auknu orkuöryggi. Það er mat norskra stjórnvalda að það sé nauðsynlegt að hald áfram uppbyggingu á flutningskerfi og framleiðslu til að tryggja afhendingaröryggi til allra.

Í skýrslunni er fjallað um að vega beri staðbundin umhverfisáhrif af virkjunum á móti loftslagsmálum, hagkvæmni, arðsemi og miðlanleika. Norska ríkisstjórnin metur orkuiðnaðinn vera eina mikilvægustu atvinnugreinina í landinu og að það sé mikilvægt að halda áfram að flytja út endurnýjanlega orku til að auðvelda loftslagsvænni orkunotkun í Evrópu.

Norska ríkisstjórnin vill nýta samkeppnisforskotið sem möguleikar á framleiðslu endurnýjanlegrar orku gefur Noregi og nýta þessa orku til þróunar atvinnulífs og verðmætasköpunar. Það er markmið ríkisstjórnarinnar að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur orðið í gegnum tíðina í tengslum við orkufrekan iðnað og í því samhengi er vilji til að nýta orkuna til nýrra tegunda af orkufrekum iðnaði.

Fleira áhugavert: