Fráveitan fluttist árið 2005 til Orkuveitu Reykjavíkur

Heimild:  Viðskiptablaðið

 

Júní 2005

reykjavik-aÖll starfsemi Fráveitu Reykjavíkur hefur verið flutt til Orkuveitu Reykjavíkur. Sigurður I. Skarphéðinsson áður gatnamálastjóri í Reykjavík, flyst til Orkuveitunnar og með honum um 15 menn, vinnuflokkur og starfsmenn hreinsistöðva við Klettagarða og Ánanaust.

Gert er ráð fyrir að unnið verði eftir þjónustusamningi við Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar til áramóta en tíminn þar til notaður til þess að útfæra einstök atriði vegna flutnings Fráveitunnar til Orkuveit. Lagnakerfi fráveitunnar um 750 km langt og stærstu sjáanlegu mannvirkin eru hreinsistöðvarnar tvær, sjö dælustöðvar og 6-7 minni stöðvar á víð og dreif í kerfinu.

Verðmæti þessa fráveitukerfis er talið um 20 milljarðar króna.

reykjavikurborgStærsta verkefni fráveitunnar og eitt mesta umhverfisbótaverkefni sem unnið hefur verið að hér á landi er hreinsun strandlengjunnar við Reykjavík. Vinna við þetta verkefni hófst um 1980 þegar mengun í fjörum var orðin öllum til ama. Verkefnið tók mikinn kipp frá árinu 1995 þegar lagt var á sérstakt holræsagjald, og lauk formlega 16 júní sl. þegar tekin var í notkun dælustöð fyrir skolp í Gufunesi og fráveitu frá Grafarvogi, Grafarholti og Mosfellsbæ var komið í samband við hreinsistöðina við Klettagarða.

or-aÁætlaður heildarkostnaður við hreinsun strandlengjunnar er um 11,0 milljarðar króna.

Fyrir utan að leggja fráveitu frá nýjum borgarhverfum eru stærstu verkefni fráveitunnar falin í endurnýjun lagna í gömlum hverfum. Stærstu verkefni á því sviði eru lagnir í Vesturbæ, Hlíðahverfi og Norðurmýri. Lagnirnar eru endurnýjaðar að mestu með fóðrunum, þ.e. að í eldri lagnir eru dregin ný rör. Þá má búast við að fráveitan hugi að verkefnum samstarfi við jaðarveitur OR, en nokkur sveitarfélög og félög sumarhúsaeigenda hafa lýst áhuga á að Orkuveitan komi að rekstri fráveitna á þeirra svæðum.

 

Fleira áhugavert: