Fullkomnasti dælubúnaðurinn

Heimild:  visir

 

Hjartað í brjósti okkar er sjálfvirk dæla sem dælir um 5 lítrum af blóði um líkamann á hverri einustu mínútu. Hjartavöðvinn er úr sérhæfðum vöðvafrumum sem geta starfað óháð heildinni en hjartað hefur eigið æðakerfi, kransæðakerfi, sem flytur súrefni og næringarefni um vöðvann sjálfan svo hjartað er sem minnst háð annarri starfsemi líkamans. Kransæðarnar flytja um 250 ml af blóði á hverri mínútu. Hjarta í fullorðnum einstaklingi slær að meðaltali 70-90 sinnum á mínútu. Hjartað er það líffæri sem fer fyrst í gang þegar líf kviknar í móðurkviði.

hjarta

Fleira áhugavert: