Borun nýrrar vinnsluholu til að viðhalda 60 MW vinnslu Kröflustöðvar

Heimild:  landsvirkjun

 

Ágúst 2016

borholur-aHafnar eru framkvæmdir við borun nýrrar vinnsluholu til að viðhalda 60 MW vinnslu Kröflustöðvar.

Við rekstur jarðvarmavirkjana er eðlilegt að afl í háhitaholum dvíni að jafnaði um 1-2% á ári, m.a. vegna lækkunar í þrýstingi og útfellinga í jarðlögum nærri holunum. Síðast var boruð vinnsluhola á Kröflusvæðinu árið 2009 og er því aftur kominn tími á viðhaldsborun.

Borun hófst 21. júlí og gera áætlanir ráð fyrir að verkinu ljúki seinnipart ágústmánaðar. Holan verður stefnuboruð til norðausturs niður á um 1700 m dýpi. Framkvæmd verksins er á höndum Jarðborana hf. og nota þeir jarðborinn Sleipni til að bora holuna.

Holan er boruð á plani í Leirbotnum í botni Hlíðardals, þar sem m.a. er hola 15, en sú hola var boruð fyrir 36 árum af jarðbornum Jötni.

Fleira áhugavert: