Húshitun bætti heilsufar Íslendinga umtalsvert
Auðvelt er að gera sér í hugarlund hversu erfitt það var að vera Íslendingur í gamla daga, sérstaklega ef tekið er tillit til veðurfarsins sem hafði verulega slæm áhrif á lífsgæði þjóðarinnar. Húshitun kom okkur til bjargar og bætti heilsufar Íslendinga umtalsvert. Til dæmis minnkaði tíðni kvefpesta í Reykjavík úr 22 á hverja 100 íbúa niður í 4 frá árinu 1937 til 1948.