Lokahús vatnsveitu Miklubraut – DN 600 ductile vatnsveitulagnar

Heimild:  verkís

 

   ductileÍ sumar 2016 héldu Veitur áfram lagningu DN 600 ductile vatnsveitulagnar meðfram Kringlumýrarbraut að vestanverðu.

Í þessum áfanga var haldið áfram frá núverandi enda rétt norðan við Miklubraut og að lokahúsi við Stigahlíð. Lokahúsið er hannað af Verkís, ásamt burðarvirki, lögnum innan sem utanhúss og rafmagni.

Þvera þurfti Miklubrautina við umferðamestu gatnamót landsins. Það sem gerði þetta enn flóknara er að undir og við Miklubraut er mikið af lögnum og strengjum, m.a. tveir 11 kV háspennustrengir og einn 132 kV. Verkís sá um umferðarhermun og umferðarstjórnun við þverun brautarinnar.

lokahus-bUmferðarstýringarnar voru sérlega víðtækar þar sem umferðarstraumar eru margir og þungir. Mikið var lagt uppúr að framkvæmdin færi fram áður en skólar hæfu hauststarf sitt. Í stað þess að beina umferð um hjáleiðir var önnur akbrautin samnýtt fyrir báðar akstursstefnur á meðan hin var þveruð. Til þess þurfti að rjúfa miðeyju vestan við þverunina. Alls voru notuð 190 umferðarskilti til umferðarstýringarinnar, þar af 49 sérhönnuð skilti fyrir verkið. Í heildina tókst þessi verkhluti ágætlega og urðu minni tafir á umferð heldur en reiknað var með. Sérstök ánægja var með hvernig til tókst við umferðastýringar og á það sinn þátt í því að allt hafi gengið vel fyrir sig. Næsta sumar verður svo haldið áfram frá lokahúsinu og Kringlumýrarbrautin þveruð með DN 800 lögn við Kringluna.

lokahus-a    lokahus

 

Fleira áhugavert: