Keðjuábyrgð – Landsvirkjun setur sér reglur um ábyrgð á undirverktökum

Heimild:  visir

 

lansvirkjunLandsvirkjun hefur sett sér reglur um sem ætlað er að tryggja að allir sem vinni fyrir Landsvirkjun á óbeinan hátt, hjá verktökum, undirverktökum eða starfsmannaleigum, njóti réttinda og kjara í samræmi við lög og kjarasamninga.

Reglurnar, sem kenndar eru við keðjuábyrgð, fela í sér að að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að stjórn fyrirtækisins hafi samþykkt reglurnar á fundi sínum í ágúst. Verði ákvæði um ábyrgð héðan í frá sett inn í alla innlenda samninga Landsvirkjunar um innkaup, það er verksamninga, vörusamninga og samninga um kaup á þjónustu.

Samkvæmt ákvæðinu skal verktaki tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn verktaka, undirverktaka eða starfsmannaleiga, fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við samninginn, gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni.

Að auki ber verktaki ábyrgð á og skal hafa í gildi og viðhalda tryggingum fyrir tjóni vegna slysa, veikinda, sjúkdóma, sjúkrakostnaðar eða dauða sem starfsmenn verktaka verða fyrir og rekja má til framkvæmda. Verktaki ber ábyrgð á að undirverktakar og starfsmannaleigur og starfsmenn þeirra hafi samskonar tryggingar.

Landsvirkjun hefur hingað til sett inn í samninga sína ákvæði um að verktakar, undirverktakar og starfsmannaleigur fari í öllu eftir lögum og samningum sem gilda á vinnumarkaði. Með nýja ákvæðinu er ábyrgðin nánar skilgreind, auk þess sem Landsvirkjun fær úrræði til að framfylgja því að reglunum sé fylgt, þar sem það kveður á um viðurlög, brjóti mótaðili gegn ákvæðinu eða veiti ekki umbeðnar upplýsingar.

Fleira áhugavert: