Fang­elsið á Hólms­heiði – Tæknin og fyrirkomulag útskýrt

Heimild:  mbl

 

Fang­elsið á Hólms­heiði var tekið í form­lega í notk­un í dag en Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri seg­ir að eitt mark­miðið hafi verið að bygg­ing­in yrði björt og myndi draga úr þeirri yfirþyrm­andi til­finn­ingu sem fylgi inni­lok­un. Hann gekk um bygg­ing­una með mbl.is og sýndi okk­ur það helsta.

Að mörgu er að huga, t.a.m. eru sér­stak­ir skáp­ar fyr­ir utan hvern klefa þar sem hægt er að skrúfa fyr­ir vatn og raf­magn utan frá. Þannig geta fanga­verðir sloppið við að fara inn í aðstæður sem geta verið var­huga­verðar. Þá kom­ast fang­ar ávallt út fyr­ir til að fá sér ferskt loft (ekki að nóttu til þó) eða reykja því er bannað í bygg­ing­unni sem Páll seg­ir mikið fram­fara­skref.

Fleira áhugavert: