Örlög þín eru… IÐNNÁM!

Heimild:  kjarninn

 

thorarinn-snorri-sigurgeirsson

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

Ég er eins ungur og nokkur getur verið sem horfir samt sem áður aftur til grunn­skóla­ár­anna sinna með fjar­læg­um nostal­gíu glampa í aug­un­um. En þó það séu ekki nema rétt rúm 10 ár síðan ég útskrif­að­ist úr grunn­skóla, finnst mér samt eins og mennta­kerfið hafi verið ótrú­lega gam­al­dags þegar ég var að klifra í gegnum það. Þegar minn árgangur komst í ung­linga­deild (ég er alla­vega nógu ungur til að kalla það ekki gaggó) vorum við sorteruð í „hrað­ferð“ og „hæg­ferð“, eftir því hvernig okk­ur, 13 ára krökk­un­um, hafði gengið í bók­námi miss­erið á und­an. Tossa­bekkur og proffa­bekkur. Flott til að bæta stemm­ing­una. (Ég býst við að hug­takið ein­stak­lings­miðað nám hafi verið fundið upp ein­hvern tím­ann á síð­ustu 10 árum.)

Þremur árum seinna útskrif­að­ist maður úr grunn­skól­anum og þurfti að velja fram­halds­nám. Auð­vitað stóðu fjöl­margir skólar til boða, en sam­fé­lagið og við­horfs­straum­arnir ein­föld­uðu valið mjög mik­ið. Ef þú piparivarst með mjög góða ein­kunn (bara ein­kunnir úr bók­náms­fögum töld­ust með), þá skráðir þú þig á nátt­úru­fræði­braut í ein­hverjum bók­náms­fram­halds­skóla og helg­aðir næstu 4 árum ævi þinnar í að reikna stærð­fræði. Því öll viljum við jú verða verk­fræð­ingar ekki satt? Ef þú varst með svona rétt yfir með­al­lagi ein­kunn­ir, þá fórst þú á mála- eða félags­fræði­braut í ein­hverjum bók­náms­fram­halds­skól­an­um. En ef svo hræði­lega vildi til að þú brill­eraðir ekki á hinum alræmdu sam­ræmdu prófum 10. bekkj­ar, þá neydd­ist þú til að fara í iðn­skól­ann! Ég, hinn klass­íski nörd, til­heyrði fyrsta hópn­um. Og skráði mig, eðli máls­ins sam­kvæmt, á nátt­úru­fræði­braut í bók­náms­skóla.
Spólum 10 ár fram í tím­ann. Ég er að paufast í að ná mér í mína 2. háskóla­gráðu. Bý á stúd­enta­görð­unum í íbúð sem er svo lítil að bað­her­bergið er 1/3 af íbúð­inni. Sumir hverjir sam­nem­endur mínir úr hæg­ferð­inni hins veg­ar, sem neydd­ust til að skrá sig í verk­nám, hafa núna starfað sem raf­virkjar, kokkar og píparar í nokkur ár og eru ekki bara
búnir að kaupa Píparisína fyrstu kjall­ara­í­búð sem virð­ast vera örlög alls ungs fólks að byrja búskap sinn í, heldur búnir að stækka við sig og fluttir inn í sína aðra íbúð.

Afhverju í ósköp­unum sam­fé­lagið leit niður á ðn­nám þegar ég var að útskrif­ast úr grunn­skóla veit ég ekki, en ég get bara vonað að íslenskt sam­fé­lag hafi látið af þeirri vit­leysu á þessum rúmu 10 árum. Síðan hvenær var það eitt­hvað ómerki­legra að vera lag­hentur og list­rænn en að vera góður í stærð­fræði? Eina IKEA hús­gagnið sem ég hef skrúfað saman á ævinni lið­að­ist í sundur með skelfi­legum afleið­ingum fyrir geisla­diska­safnið mitt.

Getum við sem þjóð­fé­lag plís hætt að búa til ein­hverja fárán­lega hug­læga ­stétta­skipt­ing­u milli fólks og farið að meta hæfi­leika allra á jafn­ingja­grund­velli? Hvort sem það er hæfi­leik­inn að þekkja ráð­herra­skipan Nýsköp­un­ar­stjórn­ar­innar eða leggja pípur í húsin okk­ar. Þið megið giska hvort ég kann.

 

Fleira áhugavert: